Baðhús og borgaralegt siðgæði: Félagslegar umbætur eða dulbúið vald?

Félagslegar umbætur sem ætlað var að bæta hag þjóðarinnar, jafnt lágstétta sem efri stéttanna, urðu í auknum mæli verkefni stjórnvalda undir lok nítjándu aldar. Almenningsbaðhús voru reist í fátækrahverfum margra stórborga í Bandaríkjunum um og upp úr aldamótunum nítjánhundruð og einnig í Reykjavík...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólafur Ingibergsson 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30493
Description
Summary:Félagslegar umbætur sem ætlað var að bæta hag þjóðarinnar, jafnt lágstétta sem efri stéttanna, urðu í auknum mæli verkefni stjórnvalda undir lok nítjándu aldar. Almenningsbaðhús voru reist í fátækrahverfum margra stórborga í Bandaríkjunum um og upp úr aldamótunum nítjánhundruð og einnig í Reykjavík sem þá var óðum að stækka. Baðhúsunum var ætlað að knýja á um bætta hreinlætishætti meðal alþýðunnar og bæta þannig líkamlega heilsu hennar og hag. Í ritgerðinni er rakið hvernig hinar nýju hugmyndir um aukið hreinlæti samræmdust illa heimsmynd fólks úr lægri stéttum samfélagsins þar sem vinna, óhreinindi og lífsafkoma voru tengd órjúfanlegum böndum. Einnig er sýnt fram á hvernig baðhúsin og hreinlætissiðboðið var hluti af stjórnvaldstækni efri stéttanna og hvernig valdastéttin dulbjó eigin hagsmuni sem almannahagsmuni sem lið í að staðfesta og tryggja eigið forræði yfir samfélaginu.