Plasmíð miðlað kólistín ónæmi í E. coli og K. pneumoniae á Íslandi og algengi og sýklalyfjanæmi Enterobacteriaceae í grænmeti og berjum

Sýkingar af völdum fjölónæmra Gram neikvæðra baktería er vaxandi vandamál um allan heim. Mikil aukning í algengi breiðvirkra β-laktam sýklalyfjaónæmra baktería hefur orðið til þess að sýklalyfið kólistín var tekið aftur í notkun sem síðasta úrræði gegn þessum sýkingum, en notkun þess í mönnum var hæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðný Klara Bjarnadóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30462
Description
Summary:Sýkingar af völdum fjölónæmra Gram neikvæðra baktería er vaxandi vandamál um allan heim. Mikil aukning í algengi breiðvirkra β-laktam sýklalyfjaónæmra baktería hefur orðið til þess að sýklalyfið kólistín var tekið aftur í notkun sem síðasta úrræði gegn þessum sýkingum, en notkun þess í mönnum var hætt vegna alvarlegra aukaverkana. Aukin notkun kólistíns hefur orðið til þess að bakteríur hafa í vaxandi mæli myndað ónæmi gegn því. Í lok árs 2015 var greint frá því að kólistín ónæmi af völdum plasmíðsins MCR-1 hafi fundist í Kína. Í kjölfarið hefur plasmíðið fundist í fimm heimsálfum og þar á meðal í mörgum nágrannalöndum okkar. Neysla á ferskum landbúnaðarafurðum hefur aukist á síðustu árum. Alþjóðaverslun hefur stækkað töluvert og hægt er að nálgast ferska afurði allan ársins hring. Grænmeti er oftast neytt hrátt sem getur leitt til þess að örverur séu innbyrðar. Neysla á ferskum afurðum getur einnig útsett menn fyrir ónæmum bakteríum. Staða sýklalyfjaónæmis er mikið áhyggjuefni og tekur ónæmi ekki tillit til landamæra. Alþjóðaviðskipti er því möguleg leið fyrir sýklalyfjaónæmar bakteríur til þess að breiðast út. Markmið þessarar rannsóknar er í fyrsta lagi að leita að kólistín ónæmum E. coli og K. pneumoniae stofnum og þá að kanna hvort að ónæmið sé af völdum MCR-1 plasmíðsins. Í öðru lagi að meta algengi og hlutfallslegt magn baktería í innlendu og innfluttu grænmeti og berjum. Og að rannsaka sýklalyfjanæmi bakteríanna og algengi breiðvirkra beta laktamasa (extended-spectrum β-laktamasa, ESBL) framleiðandi Enterobacteriaceae einangruð úr grænmeti og berjum. Við leit að kólistín ónæmi voru valdir ESBL jákvæðir, gentamicin ónæmir E. coli og K. pneumoniae úr stofnasafni Landspítalans frá árinu 2012 fram til janúar 2017. Fjöldi sýna var 101 og skiptust þau í 84 E. coli stofna og 17 K. pneumoniae stofna. Skimað var fyrir kólistín ónæmi með þynningarbakka, skífuprófi og E-test. PCR var notað til þess að kanna hvort kólistín ónæmi væri af völdum MCR-1 plasmíðs. 416 grænmetis- og berjasýnum var safnað frá helstu ...