Summary: | Lífslíkur Íslendinga eru með þeim mestu í heimi og hröð fjölgun aldraðra skapar miklar áskoranir fyrir íslenskt samfélag. Mikil þörf hefur myndast fyrir breytingar í þessum málaflokki og er það á ábyrgð stjórnvalda að bregðast við. Málefni aldraðra hefur verið áberandi í fjölmiðlum síðustu misseri. Þá hafa þjóðfélagsþegnar lýst áhyggjum sínum um stefnuleysi í þessum efnum. Helst ber að nefna skort á hjúkrunarrýmum og áhrif fjölda aldraðra á starfsemi Landspítalans. Árið 2015 var stofnaður starfshópur, af Kristjáni Þór Júlíussyni þáverandi heilbrigðisráðherra, sem var ætlað að móta stefnu til ársins 2035. Starfshópurinn lagði fram stefnumótunartillögur um heilbrigðismál aldraðra árið 2016. Markmiðið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig íslensk stjórnvöld hafa unnið að stefnumótun á málefnasviðinu. Notast var við eigindlega aðferðafræði og tekin viðtöl við alla þá sem áttu sæti í þeim starfshópi sem voru fimm talsins, þar að auki voru tekin tvö viðtöl við aðra sérfræðinga sem komu að vinnunni. Rýnt var í þann stefnumótunarferil sem hópurinn vann eftir. Raunin var sú að tillögurnar voru unnar af mikilli fagmennsku og í takt við nýjustu aðferðir í stefnumótunarfræðum. Aðgerðaáætlun stefnunnar var tilbúin til innleiðingar þegar að stefnumótunarferilinu lauk, þá var komið að því að fá samþykki frá ráðherra. Fljótlega eftir að starfshópurinn kynnti tillögurnar fyrir þáverandi ráðherra urðu stjórnarskipti og í framhaldinu var stefnan ekki samþykkt. Enn þann dag í dag hefur ekki verið samþykkt heildstæð stefna á málefnasviðinu. Hinsvegar hefur stór hluti af tillögunum ratað inn sem aðgerðir í fjármálaáætlanir árin 2017 og 2018. Framtíðaráætlun hjá velferðarráðuneytinu er að leggja fram heildstæða stefnu á málefnasviðinu fyrir lok árs 2019, það er í takt við stefnu Stjórnarráðsins um að öll málefnasvið móti sér heildstæða stefnu. Life expectancy in Iceland is amoung the highest in the world, and the rapid increase in the number of elderly people poses great challenges for Icelandic society. Now there is a great need ...
|