Samanburður á ífarandi brjóstakrabbameini milli Íslands og Svíþjóðar með tilliti til meðferðar og fleiri þátta gæðaskráningar

Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem greinist í konum á Íslandi en að meðaltali greinast 211 konur á ári. Nýgengi brjóstakrabbameina hefur stöðugt hækkað síðustu áratugi en á sama tíma hefur dánartíðni farið lækkandi síðustu tuttugu ár. Horfur íslenskra kvenna með brjóstakrabbam...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Dögg Gísladóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30359
Description
Summary:Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein sem greinist í konum á Íslandi en að meðaltali greinast 211 konur á ári. Nýgengi brjóstakrabbameina hefur stöðugt hækkað síðustu áratugi en á sama tíma hefur dánartíðni farið lækkandi síðustu tuttugu ár. Horfur íslenskra kvenna með brjóstakrabbamein eru góðar en þar sem ekki hefur verið tekin upp gæðaskráning krabbameina á spítölum á Íslandi eins og í nágrannalöndunum þá skortir tölfræðileg gögn um greiningu og meðferð. Rannsóknin er liður í innleiðingu gæðaskráningar brjóstakrabbameina á Íslandi þar sem greining og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina sem greindust árið 2016 á Íslandi voru borin saman við greiningu og meðferð ífarandi brjóstakrabbameina í Svíþjóð 2016. Efni og aðferðir: Listi með kennitölum allra kvenna sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi 2016 var fenginn frá Krabbameinsskrá Íslands. Upplýsingar um greiningu og meðferð þessara kvenna fengust úr sjúkraskrám og niðurstöðum meinafræðirannsókna. Breytur tengdar greiningu og meðferðar voru skráðar í þar til gerð eyðublöð í Heilsugáttinni að fyrirmynd sænska INCA skráningarkerfisins. Gögnin sem fengust úr skráningarblöðunum voru borin saman við gögn af heimasíðu sænsku krabbameinsskrárinnar um greiningu og meðferð ífarandi krabbameina í Svíþjóð 2016. Kí-kvaðrat próf voru gerð til að bera saman hlutföll milli Íslands og Svíþjóðar. Niðurstöður: Vefjameinafræðileg gerð ífarandi brjóstakrabbameina í flokkuninni Luminal, HER-2 og þríneikvæð æxli skiptist á svipaðan hátt milli Íslands og Svíþjóðar og var munur á milli allra flokkanna ómarktækur. Af þeim konum sem greindust með ífarandi brjóstakrabbamein á Íslandi 2016 voru 52% greindar við hópleit en 61% af þeim 7405 konum sem greindust í Svíþjóð sama ár (p=0,01). Samráðsfundir voru haldnir fyrir aðgerð í 92% tilvika á Íslandi en 99% í Svíþjóð og eftir aðgerð í 96% tilvika á Íslandi en 99% tilvika í Svíþjóð (p<0,01). Varðeitlataka var gerð í 69% aðgerða á Íslandi en 95% aðgerða í Svíþjóð (p<0,01). Ef æxlið var 30mm var í 49% ...