Hlutverk seðlabanka: Samanburður á Íslandi og Svíþjóð

Árið 2008 átti sér stað fjármálahrun um mestallan heim. Ísland varð illa úti í hruninu en nágrannaþjóð okkar, Svíþjóð, stóð af sér storminn að mestu leyti. Árið 1990 stóðu Svíar frammi fyrir fjármálakreppu og var það þeim enn í fersku minni á árunum fyrir hrunið 2008 sem gerði það að verkum að bönku...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hörður Sigurðsson 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30328
Description
Summary:Árið 2008 átti sér stað fjármálahrun um mestallan heim. Ísland varð illa úti í hruninu en nágrannaþjóð okkar, Svíþjóð, stóð af sér storminn að mestu leyti. Árið 1990 stóðu Svíar frammi fyrir fjármálakreppu og var það þeim enn í fersku minni á árunum fyrir hrunið 2008 sem gerði það að verkum að bönkum var gert að halda að sér höndum. Jafnframt setti ríkisstjórnin sér það markmið að rekstrarafgangur væri af ríkisrekstrinum sem átti sinn þátt í að minnka fjárhagslegt tjón efnahagshrunsins. Efnahagsstjórn hvers lands er í höndum ríkisstjórnar og seðlabanka. Hérlendis er það Seðlabanki Íslands og í Svíþjóð er það Sveriges Riksbank. Þessar tvær stofnanir hafa nokkur verkfæri á sínum snærum til þess að stjórna efnahagnum. Það fyrsta eru meginvextir en þá vexti leggja seðlabankar á viðskipti sín við banka. Svo er það bindiskylda en sú krafa er á bönkum að ákveðið hlutfall innlána þeirra skulu geymd í vörslu seðlabankans. Að lokum getur seðlabankinn beitt opnum markaðsaðgerðum en þær snúast um það að bankinn kaupi eða selji skuldabréf á markaði og hafi þannig bein áhrif á peningamagn í umferð. Nokkrir mikilvægir hagvísar sem segja til um velmegun landa eru verðbólga, hagvöxtur og atvinnuleysi. Verðbólgan rauk upp á Íslandi á árunum eftir hrun en var á sama tíma lág í Svíþjóð og glímdu Svíar jafnframt við verðhjöðnun í nokkur ár. Ágætlega hefur gengið að ná niður verðbólgunni á Íslandi frá hruni á meðan að Svíþjóð hefur átt í vandræðum með að ná verðbólgunni upp í markmið sitt. Það er þó vandamál sem mörg lönd Evrópu hafa verið að glíma við undanfarin ár. Hagvöxturinn varð neikvæður í báðum löndunum í hruninu en þau hafa bæði náð honum vel á strik á síðustu árum. Atvinnuleysið á Íslandi er með því lægsta sem sést í Evrópu en það næstum því þrefaldaðist í hruninu árið 2008. Í Svíþjóð jókst atvinnuleysið ekki jafn mikið og á Íslandi en það var mun hærra þar í landi áður en hrunið skall á. Ísland hefur náð sínu atvinnuleysi niður í svipað hlutfall og það var fyrir hrun en Svíþjóð hefur ekki enn náð sama árangri. Bæði ...