Neyslurými. Mannfræðileg nálgun á neyslu vímuefna

Mannfræði hefur gefið innsýn inní félagslegt rými vímuefnaneyslu um allan heim. Neysla vímuefna áður fyrr var sterkt félagslegt verkfæri og hluti af menningararfi þjóðfélagshópa. Með tilkomu hins alþjóðlega kapítalisma, og valdabeitingu hans var reynt að stjórna vinnuaflinu. Vímuefnaneysla Íslending...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna María Sigurðardóttir Aspar 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30218
Description
Summary:Mannfræði hefur gefið innsýn inní félagslegt rými vímuefnaneyslu um allan heim. Neysla vímuefna áður fyrr var sterkt félagslegt verkfæri og hluti af menningararfi þjóðfélagshópa. Með tilkomu hins alþjóðlega kapítalisma, og valdabeitingu hans var reynt að stjórna vinnuaflinu. Vímuefnaneysla Íslendinga er frábrugðin vímuefnaneyslu annarra þjóða meginlands Evrópu og Ameríku vegna landfræðilegrar staðsetningar okkar og ótta okkar við utanaðkomandi hættu. Neysla lyfseðilsskyldra lyfja fer vaxandi og skaðinn sem henni fylgir hefur aukist gríðarlega síðustu ár, með ofneyslu og dauðsföllum manna. Skaðaminnkunarúrræði eru tiltölulega ný á nálinni á Íslandi en með komu Konukots og nálaskiptaþjónustu Frú Ragnheiðar, sem staðsett eru á höfuðborgarsvæðinu, hafa orðið framfarir í lýðheilsu samfélagsins. Enn er þó þörf á frekari úrræðum, þar sem vöntun er á þeim á öllu landinu. Akureyri hefur nú svarað kallinu þar sem nálaskiptaþjónustan Ungfrú Ragnheiður hóf störf í byrjun þessa árs. Etnógrafískar aðferðir gefa okkur innsýn inn í viðhorf og tilgang vímuefna í fjölbreyttum samfélögum og geta gefið okkur mynd af því hvernig hegðun og reglur eru margbreytilegar eftir menningum og afstöðu samfélaga. Í tengslum við etnógrafíurnar er hægt að skoða þær rannsóknir sem eru ríkjandi í vestrænum hugarheimi og hvernig túlkun efnanna hefur breyst síðustu ár. Í ritgerðinni verður fjallað um hugtakið neyslurými með tvennskonar tilgangi; annarsvegar um neyslurými sem rými, eða stað, fyrir vímuefnaneytendur í samfélaginu og hinsvegar neyslurými sem öruggt rými, eða staður, fyrir neytendur sem sprauta sig í æð. Öryggt rými fyrir vímuefnaneytendur hefur gefið góða raunsýnt um allan heim, með færri dauðsföllum og færri smitum á blóðsjúkdómum vegna margnota nálaskiptabúnaðar. Neyslurými ættu að vera staðsett á sama stað og flæði vímuefnaneytenda og efna er í samfélaginu. Tilgangur verkefnisins er að skoða vímuefnaneyslu með mannfræðilegri nálgun og etnógrafískar aðferðir notaðar til rökstuðnings um hagnýtt gildi vímuefna og áfengis til ...