Fjármögnun lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Er First North Iceland fullnægjandi lausn?

Lykilatriði er að lítil og meðalstór fyrirtæki hafi nægilegan aðgang að fjármagni fyrir áframhaldandi starfsemi þeirra. Undanfarna áratugi hefur orðið þróun fyrir slík fyrirtæki. Fjármagnsmarkaðir voru stofnaðir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta sótt fjármagn þaðan og þurfa ekki að lúta ei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jökull Ívarsson 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30174
Description
Summary:Lykilatriði er að lítil og meðalstór fyrirtæki hafi nægilegan aðgang að fjármagni fyrir áframhaldandi starfsemi þeirra. Undanfarna áratugi hefur orðið þróun fyrir slík fyrirtæki. Fjármagnsmarkaðir voru stofnaðir fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem geta sótt fjármagn þaðan og þurfa ekki að lúta eins ströngum reglugerðum og eru á aðalmörkuðum. Í ritgerðinni voru þrír hliðarmarkaðir skoðaðir og rýnt í þá þætti sem hafa áhrif á þátttöku og viðskipti á þeim mörkuðum, þá aðallega regluverk þeirra, lagalegt og fjárfestingarlegt umhverfi með því markmiði að greina hvers vegna fyrirtæki og fjárfestar hafa lítinn áhuga á First North Iceland. Niðurstöðurnar eru að reglugerðir First North Iceland eru ekki íþyngjandi og ættu ekki að hindra fyrirtæki sem þurfa fjármagn í því að skrá sig. Fjárfestingarumhverfið hefur ekki mikil áhrif á hvort fyrirtæki skrá sig á markaðinn. Lagalega umhverfið er aðalvaldur að litlum viðskiptum og þátttöku á markaðnum. Það vantar hvata fyrir fjárfesta og fyrirtæki til þess að taka þátt á markaðnum, eins og til dæmis skattaafslættir fyrir fjárfesta eins og finnast í Bretlandi. Það vantar einnig að losa hömlur fyrir lífeyrissjóði til þess að fjárfesta á First North til þess að auka viðskipti á markaðinum. First North Iceland er sem stendur ekki rétta lausnin á fjármögnunarvanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Væru lagalegir hvatar innleiddir og fjárfestingarhömlum lífeyrissjóða aflétt telur höfundur að First North Iceland muni vaxa gríðarlega og verða mikilvægur þáttur í fjármálakerfinu.