„Ég get verið gáfuð þegar það er mikilvægt, en flestum körlum mislíkar það.“ Ímynd kvenna í kvikmyndum

Í þessari ritgerð verður sjónum beint að þróun ímynda kvenna í kvikmyndum sem framleiddar voru í Hollywood, bæði á sjötta áratugnum og í nútímanum. Verk Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur varðandi sögu femínisma, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, verða notuð því til stuðnings...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helena Guðrún Guðmundsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30169
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður sjónum beint að þróun ímynda kvenna í kvikmyndum sem framleiddar voru í Hollywood, bæði á sjötta áratugnum og í nútímanum. Verk Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur og Þorgerðar Einarsdóttur varðandi sögu femínisma, bæði í Bandaríkjunum og á Íslandi, verða notuð því til stuðnings og jafnframt kenningar frá mannfræðingum á borð við Mary Douglas, um hið hreina og hið mengaða og Clifford Geertz, um táknbundna menningarlega þætti. Sherry Ortner, Lila Abu-Lughod og Elsie Clews Parsons hafa allar lagt sitt af mörkum er kemur að þróun kvenímynda í mannfræði, og verða kenningar þeirra hafðar til hliðsjónar. Skoðað verður út frá mannfræðilegu sjónarhorni, hvernig ímyndir kvenna í kvikmyndum í Hollywood birtast með tilliti til tákna í menningu og almennum orðræðum um kvenímyndir. Að lokum verður skoðað hvernig ímyndirnar hafa þróast með tímanum og hvað varð til þess að þær þróuðust á þann hátt. Niðurstöður sýna að ímyndir kvenna í kvikmyndum í Hollywood styrkjast í takt við sögulegar breytingar og byltingar, þó að margt haldist eins. This essay will examine whether women’s images in Hollywod films, both in the sixties and in the present time, have evolved. The work of Sigríður Dúna Kristmundsdóttir and Þorgerður Einarsdóttir, regarding the history of the feminism, both in the United States and in Iceland will be used for support, as well as theories from anthropologists, such as Mary Douglas, about the pure and the polluted, and Clifford Geertz, on symbolic cultural aspects. Sherry Ortner, Lila Abu-Lughod and Elsie Clews Parsons have all contributed to the development of the woman’s image in anthropology, and their theories will be taken into account as well. The image of women in Hollywood movied will be inspected in terms of symbols in the culture and general discourse about womens images. Finally the evolution of those images and how they evolved this way will be examined. Results show that the image of women in Hollywood movies has grown stronger in line with historical changes and revolutions, ...