„Það má segja að ég hafi fengið þetta bara beint í æð“. Íslenskir tónlistarhátíðagestir í ljósi kenninga um félagsauð

Ritgerðin fjallar um aðsóknir íslenskra tónlistarhátíðagesta á innlendar hátíðir í ljósi félagsauðs ásamt mótun rýmis innan íslenskra tónlistarhátíðavettvanga. Tónlistarhátíðir eru þátttökuviðburðir sem áreita öll skynfæri og eru menningarleg rými merkingarbær við rannsóknir á hátíðum þar sem þær er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Vilhjálmsdóttir 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30164
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um aðsóknir íslenskra tónlistarhátíðagesta á innlendar hátíðir í ljósi félagsauðs ásamt mótun rýmis innan íslenskra tónlistarhátíðavettvanga. Tónlistarhátíðir eru þátttökuviðburðir sem áreita öll skynfæri og eru menningarleg rými merkingarbær við rannsóknir á hátíðum þar sem þær eru nothæfar sem lykilvettvangur fyrir einstaklinga til þess að móta og endurgera persónuleikaskilríki sín yfir tíma. Fræðileg nálgun ritgerðinnar byggir á hvötum að ferðalögum með áherslu á ferðir á sérstaka viðburði og skilgreiningum á viðburðaferðamennsku, tónlistarferðamennsku og tónlistarhátíðum. Þá er félagsfræðikenningum um félagsauð og veruhátt beitt til athugunar á viðfangsefninu. Iceland Airwaves, Secret Solstice Festival og Sónar Reykjavík eru þrjár stærstu tónlistarhátíðir Íslands. Markmið rannsóknarinnar er að staðsetja þær árlegu hátíðir, innan þjóðfélagsins sem menningarafurðir. Það er gert með því að veita heildræna yfirsýn yfir aðdráttarafl þeirra og félagsleg áhrif, sem hvata íslenskra gesta fyrir aðsókn á þeim. Með rannsókninni verður reynt að áætla mikilvægi félagsauðs sem áhrifavald á aðsókn gesta og einnig verður reynt að varpa ljósi á það hvaða veruhátt fólk tileinki sér á tónlistarhátíðunum og hvort það skapist rými til óhefðbundins veruháttar við slíkt hátíðarhald. Rannsóknin byggir á sex eigindlegum einstaklingsviðtölum þar sem viðmælendur hafa sótt að minnsta kosti eina af tónlistarhátíðunum þremur. Þá var rætt við tvo gesti fyrir hverja hátíð sem hafa sótt þá stöku hátíð allt frá einu sinni til sex sinnum. Greind þemu voru sex talsins. Niðurstöður benda til þess að aðsókn Íslendinga á hátíðir í þeirra nærumhverfi byggir á hvötum mótuðum af innbyrðis tengslum sem er háður félagsauð þeirra. Einnig mótast vettvangur á hátíðunum fyrir fögnun fjölbreyttra veruhátta þar sem einstaklingar ná að fjarlægja sig frá daglegum skyldum sínum. Þar af leiðandi mótast rými fyrir nýja upplifun og prófun á nýjum veruhætti. Dregin er sú meginályktun að félagsauður sé uppistaða skilvirkra íslenskra ...