„Ég fékk sjálfa mig ekki einu sinni til að hvísla. ég líka“ #MeToo, bylting á samfélagsmiðlum

Í þessari ritgerð verður fjallað um #MeToo-byltinguna sem hófst á samfélagsmiðlum í október 2017. Með byltingunni vildu konur sýna hverri annarri stuðning ásamt því að beina athyglinni að tíðni kynferðislegrar áreitni og ofbeldis í samfélaginu. Byltingin verður skoðuð út frá femínískum kenningum man...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eygló Karlsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30163
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður fjallað um #MeToo-byltinguna sem hófst á samfélagsmiðlum í október 2017. Með byltingunni vildu konur sýna hverri annarri stuðning ásamt því að beina athyglinni að tíðni kynferðislegrar áreitni og ofbeldis í samfélaginu. Byltingin verður skoðuð út frá femínískum kenningum mannfræðinga um kyngervi, vald og andóf. Auk þess verður stuðst við kenningar Kate Millet um feðraveldið, hugmyndir Elisabeth Schüssler Fiorenza um flókin valdatengsl kíríarkí og skrif Kimberlé Crenshaw og Niru Yuval-Davies um skaranir mismununar. Byltingin þróaðist á mismunandi hátt á ólíkum stöðum um allan heim. Í þessari ritgerð verður einblínt á þróun hennar innan Bandaríkjanna, þar sem hún hófst, og hún borin saman við áhrif hennar á Íslandi. Byltingin meðal bandarískra kvenna einkenndist að miklu leyti af einstaklingsbundnum frásögnum með von um hugarfarsbreytingar almennings, á meðan konur á Íslandi stigu fram í sameiningu með von um breytingar á stjórnkerfi landsins. Lykilhugtök: Mannfræði, kynbundin mismunun, valdatengsl, andóf, feðraveldi, kíríarkí, samfélagsmiðlar In this essay I will be examining the #MeToo-movement using methods of discourse analysis to view the official statements from women who came forward. Beginning in October 2017 the #MeToo-movement created an international platform for women to show each other solidarity and support in sharing experiences of abuse, in doing so raising awareness on sexual harassment and violence towards women in society. To properly explore this phenomenon feminist anthropology theory regarding gender, power and resistance will be examined. In particularly, Kate Millet’s theories on patriarchy, Elisabeth Schüssler Fiorenza's ideas on the power relations of kyriarchy and Kimberlé Crenshaw's and Nira Yural-Davies's articles on intersectionality. The development of the movement differed from country to country. I will be focusing on how the movement developed both in the United States (where it originated from) as well as in Iceland, comparing the differences and ...