Grunnskólar í Japan: Saga, áherslur og árangur japanska menntakerfisins

Undanfarin ár hefur íslenska menntakerfið lent í ýmsum vandræðum. Fækkun nemenda sem geta lesið sér til gagns, erfiðleikar við endurnýjun kennara og margt fleira hefur drifið áfram virka umræðu um breytingar í grunnskólum landsins. Í þeirri umræðu er mikilvægt að skoða menntakerfi annarra landa, bæð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásgrímur Helgi Gíslason 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30112
Description
Summary:Undanfarin ár hefur íslenska menntakerfið lent í ýmsum vandræðum. Fækkun nemenda sem geta lesið sér til gagns, erfiðleikar við endurnýjun kennara og margt fleira hefur drifið áfram virka umræðu um breytingar í grunnskólum landsins. Í þeirri umræðu er mikilvægt að skoða menntakerfi annarra landa, bæði til þess að fá hugmyndir að mögulegum breytingum og til að fá upplýsingar um hvaða áhrif þær geta mögulega haft. Yfirleitt hefur augnaráðið verið á löndum í kringum okkur, eins og Finnlandi, en í því alþjóðasamfélagi sem Ísland er hluti af höfum við tækifæri til þess að fara lengra. Þótt að Japan virðist í fyrstu fjarlægt þeim veruleika sem finnst á Íslandi er ýmislegt sem löndin eiga sameiginlegt. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða japanska grunnskóla með það í huga hvað það er sem mögulega er hægt að læra af þeim og heimfæra upp á íslenska skóla. Farið verður í gegnum síðustu fjórar aldir af sögu menntunar í Japan, skipulag grunnskólanna, áherslur yfirvalda, kennarastarfið og margt fleira. Fjallað verður sérstaklega um rannsóknarkennslustundir, aðferð sem japanskir kennarar nota til að þróa kennsluaðferðir og hefur á seinustu árum verið prófuð í ýmsum löndum, þar á meðal í kennaranámi á Íslandi. Einnig verður farið í neikvæðar hliðar skólastarfs í Japan en einelti hefur á seinustu áratugum komið endurtekið upp í þarlendum fjölmiðlum og hefur valdið nemendum miklum sálrænum skaða sem veldur þunglyndi, kvíða og jafnvel sjálfsmorðum. Það er margt sem hægt er að læra með því að skoða japanska grunnskóla. Hvort sem það eru hlutir sem við viljum laga að okkar eigin kerfi eða það sem við viljum forðast gera þegar menntakerfinu er breytt. In the last few years the education in Iceland has suffered from various problems. Reduced literacy rates among students, difficulties in recruiting new teachers and other issues have sparked an active discussion about possible changes in the Icelandic educational system. In that discussion it is important to observe schools in other countries, both to get new ideas for possible ...