Grenndarkennsla í leikskólum

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Rannsókn þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefnið er grenndarkennsla í leikskólum. Grenndarkennsla er tiltölulega nýtt hugtak í kennslufræðum, aðferðin á rætur að rekja til umhve...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Brynja Hauksdóttir, Íris Hrönn Kristinsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/301
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Rannsókn þessi er unnin sem lokaverkefni til B.Ed prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefnið er grenndarkennsla í leikskólum. Grenndarkennsla er tiltölulega nýtt hugtak í kennslufræðum, aðferðin á rætur að rekja til umhverfismenntar en nær yfir breiðara svið. Þegar grenndarkennsla er notuð sem kennsluaðferð eru staðarauðlindir náttúru og menningar notaðar sem útgangspunktur í öllu námi með það að markmiði að gera börn læs á nánasta umhverfi sitt, landfræðilegt, náttúrulegt og menningarlegt. Í hnotskurn gengur aðferðin út á að fara frá hinu nálæga til hins fjarlæga, frá hinu þekkta til hins óþekkta og frá hinu hlutbundna til hins óhlutbundna. Tilgangur rannsóknarinnar er að komast að hvernig grenndarkennsla er nýtt í leikskólum og hvert viðhorf leikskólakennara til hennar er. Rannsóknin byggir á spurningalistakönnun sem send var tuttugu og tveimur leikskólum á Norðurlandi. Alls voru útsendir listar fimmtíu og þrír og var gert ráð fyrir að einn listi færi inn á hverja deild. Heildarsvarhlutfall var 85%. Rannsóknin leiðir í ljós að grenndarkennsla er töluvert notuð í þeim leikskólum er hún nær til. Í þeim er mest áhersla lögð á þætti er snúa að náttúru, umhverfi, menningu og samfélagi. Algengt er að umhverfið sé nýtt til hvers konar náttúruskoðana og þangað sóttur efniviður, auk þess sem heimsóknir í þjónustu- og menningarstofnanir eru algengar. Færri leita til nánasta umhverfis þegar kemur að verkefnum tengdum tónlist, hreyfingu og málrækt. Áhugavert er að sjá að algengara er að þjóðlegt efni sé notað fremur en efni sem tengist heimabyggðinni í leikskólunum en álykta má að slíkt efni sé aðgengilegra. Starfsfólkið í leikskólum sem tóku þátt er almennt áhugasamt gagnvart grenndarkennslu og telur sig hafa ágæta þekkingu á grenndarfræðum. Allflestir telja einnig mikilvægt að nýta nærumhverfi barna í starfinu.