Instagram sem tól í femínískum aktívisma

Í nútímasamfélagi hefur aktívismi tekið breytingum. Árið 1970 gengu konur í rauðum sokkum í verkalýðsgöngu í Reykjavík. Það var upphafið að stofnun Rauðsokkuhreyfingarinnar á Íslandi. Í dag má sjá óhefðbundnari form aktívisma. Samfélagsmiðlar eru miklu fyrirferðarmeiri í dag og vinsæll vettvangur fy...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Bryndís Inga Pálsdóttir 1993-, Karen Þorvaldsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30098
Description
Summary:Í nútímasamfélagi hefur aktívismi tekið breytingum. Árið 1970 gengu konur í rauðum sokkum í verkalýðsgöngu í Reykjavík. Það var upphafið að stofnun Rauðsokkuhreyfingarinnar á Íslandi. Í dag má sjá óhefðbundnari form aktívisma. Samfélagsmiðlar eru miklu fyrirferðarmeiri í dag og vinsæll vettvangur fyrir ungar konur til þess að stíga fram, segja sína sögu og berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Í þessari ritgerð verður aktívismi á samfélagsmiðlinum Instagram skoðaður með því að taka átta eigindleg viðtöl við konur á aldrinum 20-30 ára sem halda uppi femínískri umræðu á aðgangi sínum á Instagram. Notast verður við kenningu Erwing Goffman um framsetningu sjálfsins og kenningu Charles Horton Cooley um spegilsjálf, femínisma og póstfemínisma. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áhrifastjórnun hefur afar mikil áhrif á notendur Instagram, hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað. Ótti stúlknanna var nokkuð áberandi en aftur á móti var stuðningurinn sem þær fundu fyrir orsök þess að þær héldu áfram á braut aktívisma. Viðbrögð annarra hafa áhrif á sjálfstraust og mátti einnig sjá hvernig samfélagsmiðlar auka samstöðu stúlknanna ásamt því að ná til margra. Brengluð sjálfsmynd og neikvæð áhrif eru þó einkennandi og töldu viðmælendur okkar mikilvægt að hafa stjórn á slíku.