Viðhorf almennings til upplýsingagjafar opinberra aðila. Gagnsæi og traust

Í þessari ritgerð er fjallað um viðhorf almennings til upplýsingagjafar stjórnvalda og stofnana á þeirra vegum, bæði hvað varðar upplýsingar um almannahagsmuni og um opinber útgjöld. Ekki var lagt mat á hvernig upplýsingagjöf opinberra aðila er í raun, heldur eingöngu viðhorf almennings til hennar,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Þorvaldsdóttir 1962-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30090
Description
Summary:Í þessari ritgerð er fjallað um viðhorf almennings til upplýsingagjafar stjórnvalda og stofnana á þeirra vegum, bæði hvað varðar upplýsingar um almannahagsmuni og um opinber útgjöld. Ekki var lagt mat á hvernig upplýsingagjöf opinberra aðila er í raun, heldur eingöngu viðhorf almennings til hennar, sem líta má á sem einn mælikvarða á traust. Byggt var á gögnum sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands aflaði með netkönnun sem send var til lagskipts úrtaks úr netpanel stofnunarinnar árið 2016. Sams konar könnun var gerð árið 2012 og því eru niðurstöður sambærilegar. Fylgnimælingar eru gerðar með krosstöflum. Helstu niðurstöður eru að mikill meirihluti svarenda áleit að opinberir aðilar leyndu upplýsingum um almannahagsmuni eða opinber útgjöld oft eða stundum. Vantraustið (tortryggnin) var heldur meira gagnvart stjórnvöldum ríkisins heldur en gagnvart opinberum stofnunum og sveitarstjórnum. Vantraust gagnvart upplýsingagjöf ríkisstjórnarinnar var marktækt meira hjá konum en körlum. Tortryggni gagnvart upplýsingagjöf opinberra aðila var áberandi meiri í eldri aldurshópunum en hinum yngri og var munurinn oft marktækur. Vantraustið var mest meðal þeirra sem höfðu lokið verklegu námi á framhaldsskólastigi. Marktæk tengsl komu skýrast fram milli stjórnmálaskoðana og viðhorfa til upplýsingagjafar opinberra aðila. This thesis discusses public attitudes regarding public and government information, both in terms of general public interest and public expenditures. It was not assessed how public disclosure is in reality, but merely the public's perception of it, which can be regarded as a measure of trust. The research was based on data obtained by the Social Sciences Institute of the University of Iceland, a network survey sent to a layered sample from the Agency's network panel in 2016. A similar survey was carried out in 2012 and therefore the results are comparable. Correlation is shown with crosstabs. The main findings are that the vast majority of respondents believed that public entities did not disclose information ...