Matarvenjur Íslendinga á lífrænum og umhverfisvænum vörum. Skipta bakgrunnsbreyturnar kyn, aldur, menntun og tekjur máli?

Síðustu ár hefur mikil umræða verið um umhverfismál og hvaða þættir það eru sem skaða umhverfið. Sífellt er leitað leiða við að finna lausn á þeim umhverfisvanda sem upp er kominn og nauðsynlegt er að vinna gegn. Mengun hefur aldrei verið meiri en mikinn hluta hennar má rekja beint til mannfólksins....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Hjaltadóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30064
Description
Summary:Síðustu ár hefur mikil umræða verið um umhverfismál og hvaða þættir það eru sem skaða umhverfið. Sífellt er leitað leiða við að finna lausn á þeim umhverfisvanda sem upp er kominn og nauðsynlegt er að vinna gegn. Mengun hefur aldrei verið meiri en mikinn hluta hennar má rekja beint til mannfólksins. Meðvitund einstaklinga um þau áhrif sem neysla þeirra hefur á umhverfið hefur aukist og flestir eru farnir að leggja sitt af mörkum til að takmarka eigin mengun. Þar að auki eru neytendur orðnir kröfuharðari gagnvart fyrirtækjum að sýna samfélagslega ábyrgð. Af þessu leiðir að mikilvægt er fyrir fyrirtæki að hanna framleiðsluferla sína í samræmi við þessar kröfur, með sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna matarvenjur Íslendinga á lífrænum og umhverfisvænum vörum með tilliti til kyns, aldurs, menntunar og tekna. Þá var skoðað hvert viðhorf þátttakenda væri til verðlagningar og mikilvægis lífræns mataræðis. Eins var athugað hvort þátttakendur rannsóknarinnar hafi orðið meðvitaðri síðastliðin ár um neyslu sína á lífrænum og umhverfisvænum vörum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að Íslendingar eru mjög meðvitaðir um það hvort vara sé lífræn eða umhverfisvæn og þekkja þeir vel muninn á þessum vörum frá hefðbundnum vörum. Þá kom einnig í ljós að flestir þátttakendur segjast hafa neytt þessara vara í 1-5 ár sem kemur heim og saman við aukna meðvitund síðustu ára. Í ljós kom að konum er meira umhugað um áhrif neyslu sinnar á umhverfið en körlum, þegar afstaða þeirra til spurningarinnar var skoðuð. Þegar spurt var um verðlagningu lífrænna vara töldu langflestir þátttakendur hana vera of háa og þá skipti ekki máli í hvaða tekjuhóp fólk var. Að lokum gáfu niðurstöður til kynna að lágt verð og það að varan væri íslensk skipti Íslendinga mun meira máli heldur að hún sé lífræn.