„Fyrirmynd um jafnréttismál.“ Vægi kynjajafnréttissjónarmiða í utanríkisstefnu Íslands

Umfjöllun um jafnrétti kynjanna hefur lengi verið áberandi í íslensku samfélagi og setti sinn svip á samfélagsumræðu og stjórnmál á tuttugustu öldinni. Ísland hefur jafnan verið talið í fararbroddi hvað varðar lagasetningu og önnur áherslumál innanlands sem miða að því að ná fram jafnrétti kynjanna....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Ása Sigurðardóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30050
Description
Summary:Umfjöllun um jafnrétti kynjanna hefur lengi verið áberandi í íslensku samfélagi og setti sinn svip á samfélagsumræðu og stjórnmál á tuttugustu öldinni. Ísland hefur jafnan verið talið í fararbroddi hvað varðar lagasetningu og önnur áherslumál innanlands sem miða að því að ná fram jafnrétti kynjanna. Kynjajafnréttissjónarmið urðu þó ekki áberandi í utanríkisstefnu landsins fyrr en mun seinna, eða í kringum aldamótin. En hvert er vægi kynjajafnréttissjónarmiða í utanríkisstefnu Íslands? Hafa þau öðlast aukið vægi á undanförnum árum og ef svo er, hvers vegna? Í ljós kemur að þetta vægi var lítið sem ekkert framan af í sögu íslenskrar utanríkisstefnu en hefur aukist mikið á síðustu tuttugu árum. Meðal ástæðna fyrir þeirri þróun sem hefur átt sér stað til að stuðla að auknu vægi kynjajafnréttissjónarmiða í utanríkisstefnunni má telja áhrif samfélagslegra breytinga á borð við baráttuna fyrir jafnrétti kynjanna í samfélaginu sem mótar það hvað talið er mikilvægt, aukinn hlut kvenna í mótun stefnunnar og viðleitni stjórnvalda til að skapa Íslandi sess sem leiðandi afl í jafnréttismálum á alþjóðavettvangi. Gender equality had a noticable impact on public discourse and politics in Iceland in the twentieth century and is a prominent feature of Icelandic society. Iceland has been considered one of the leading states regarding legislation and policies that aim toward reaching full gender equality. Perspectives of gender equality did however not become prominent in the foreign policy of Iceland until around the turn of the century. This thesis analyzes the relevance of gender equality perspectives in Icelandic foreign policy, how these perspectives have developed in the past two decades, and why perspectives of gender equality have become increasingly relevant. It finds that gender equality perspectives had little to no relevance in the foreign policy of Iceland for most of the state‘s history, but have increased in the past twenty years. It is argued that a number of reasons have contributed to this development towards ...