Margt býr í myrkrinu: Tilfinningar og félagslegur auður

Myrkur hefur áhrif á líkamsstarfsemi fólks og getur valdið vanlíðan, sér í lagi þar sem skammdegi ríkir stóran hluta árs. Markmið rannsóknar minnar er að kanna þau áhrif sem umhverfisaðstæður geta haft á félagslegan auð einstaklinga. Hér er um eigindlega rannsókn að ræða sem fór þannig fram að ég tó...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Inga Rannveig Guðrúnardóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/30011
Description
Summary:Myrkur hefur áhrif á líkamsstarfsemi fólks og getur valdið vanlíðan, sér í lagi þar sem skammdegi ríkir stóran hluta árs. Markmið rannsóknar minnar er að kanna þau áhrif sem umhverfisaðstæður geta haft á félagslegan auð einstaklinga. Hér er um eigindlega rannsókn að ræða sem fór þannig fram að ég tók viðtöl við sex íslenskar konur, sem eru búsettar á höfuðborgarsvæðinu, á haustdögum árið 2017. Konurnar voru einnig beðnar um að senda inn ljósmyndir af daglegu lífi sínu sem þær tóku í janúar 2018. Í rannsókninni legg ég áherslu á að skoða hvernig skammdegi á Íslandi og sú andlega vanlíðan sem getur fylgt því að vera án sólarljóss í langan tíma, hefur mótandi áhrif á veruhátt kvennanna og félagslegan auð þeirra. Sérstök áhersla var lögð á efnismenningu við öflun gagna ásamt því að ég beitti sjálfsrýni á öllum stigum rannsóknar og við textasmíði. Niðurstöður benda til þess að veruháttur kvennanna spili stóran þátt í hvaða tilfinningar þær bera til myrkursins og hvernig þær nýta sér umhverfisaðstæður til að móta tengsl við fólkið í kringum þær. Árstíðabundnar sveiflur í umhverfinu spila þarna stórt hlutverk. Konurnar nýta þær aðstæður sem eru fyrir hendi á hverjum tíma, fullmeðvitaðar um að sá tími er takmarkaður. Ég dreg þá ályktun að veruháttur kvennanna hjálpi þeim að takast á við myrkrið, á stundum er hún fólgin í því að leita til vina eða fjölskyldu og við það eflist félagslegur auður þeirra. Darkness can alter biological processes of the body and cause indisposition, in particular where there is winter darkness. The objective of my research is to look into the impact of environmental factors on the social capital of individuals. This was a qualitative research in which I interviewed six Icelandic women who live in the capital area in the fall of 2017. The women were also asked to send in own photographs of their daily lives in January 2018. I focused on the short days of winter in Iceland and the emotional difficulties that can accompany being without sunlight for a long period of time. This can influence the ...