Grænland í fortíð og nútíð. Hvað veldur því að samfélag glatar menningu sinni?

Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A- gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands. Megin markmið þessarar ritgerðar er að skoða þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélagi og menningu Grænlands. Margþætt samskipti Grænlands við utanaðkomandi áhrifavalda hefur haft áhrif á menningu þeirra. Markmið þe...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Herdís Birna Heiðarsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29985
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.A- gráðu í mannfræði við Háskóla Íslands. Megin markmið þessarar ritgerðar er að skoða þær breytingar sem átt hafa sér stað í samfélagi og menningu Grænlands. Margþætt samskipti Grænlands við utanaðkomandi áhrifavalda hefur haft áhrif á menningu þeirra. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig menning grænlenskra Inúíta var áður en norðurlandabúar komu til Grænlands, hvernig hún breyttist við komu þeirra og hvað hugsanlega olli þessum breytingum. Til þess að komast að niðurstöðu var menning Grænlands í fortíð og nútíð skoðuð og þeir megin áhrifaþættir sem ollu þessum breytingum. Menning Grænlendinga breyttist mikið á síðustu öld og hafa Grænlendingar reynt að endurheimta gamlar hefðir á síðustu áratugum til þess að menning þeirra hverfi ekki með öllu. Áhrif einokunar- og valdatíma Dana olli miklum breytingum á menningu og líf Grænlendinga. Danir hafa viljað loka augunum fyrir þeim áhrifum sem yfirráð þeirra höfðu á þjóðina, afneita sögu sinni og tengslum við nýlendutímann. Danir yfirfærðu lög sín og reglur yfir á grænlenska stjórnsýslu sem nýttist Grænlendingum illa. Loftslagsbreytingar síðustu áratuga hafa haft bæði góð og slæm áhrif á lifnaðarhætti Grænlendinga og hafa haft bæði félagslegar og efnahagslegar breytingar í för með sér og í raun skapað ófyrirsjáanlegar og jafnvel hættulegar aðstæður. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að helstu ástæður breytinga á grænlenskri menningu eru vegna nýlenduvæðingar Dana, nútímavæðingar vegna hnattvæðingar og loftslagsbreytinga. Grænlendingar vita sjálfir best hvernig samfélag þeirra gengur fyrir sig og hvaða breytingar eru nauðsynlegar fyrir þá til að gera upp fortíðina og takast á við framtíðina. This thesis is the final work for BA in anthropology at the University of Iceland. The primary purpose of this essay is to examine the development of the Greenlandic society and its culture. The relationship between Greenlanders and foreign influences is complex, and it has had influencing changes on its culture. The aim of this essay ...