Beiting notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar sem stjórntækis í íslensku samfélagi

Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hvernig notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er nýtt sem stjórntæki í íslensku samfélagi. Meginrannsóknarspurningin sneri að því hvernig notendastýrðri persónulegri aðstoð væri beitt sem stjórntæki hjá sveitarfélögum á Íslandi. Rannsóknin er eigindl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Venný Hönnudóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29973
Description
Summary:Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á hvernig notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er nýtt sem stjórntæki í íslensku samfélagi. Meginrannsóknarspurningin sneri að því hvernig notendastýrðri persónulegri aðstoð væri beitt sem stjórntæki hjá sveitarfélögum á Íslandi. Rannsóknin er eigindleg og byggir á tvenns konar gögnum; annars vegar fræðilegum heimildum, lögum og samningum og hins vegar einstaklingsviðtölum við starfsmenn sveitarfélaga sem koma að málefnum fatlaðs fólks. Gögn rannsóknarinnar voru skoðuð út frá bók Lesters M. Salamons um stjórntæki stjórnvalda. Rannsóknin sýnir að það hafa komið upp áskoranir við innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar hjá sveitarfélögum á Íslandi. Aftur á móti sýnir hún einnig fram á að það eru kostir við beitingu NPA hjá sveitarfélögum. Helsti kostur NPA samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var aukning á lífsgæðum notenda þess. Áskoranir sem hafa komið upp eru til að mynda erfiðleikar við að finna starfsfólk auk þess sem það getur reynst notendum flókið að halda utan um starfsmanna- og launamál. Samkvæmt viðmælendum rannsóknarinnar hentar NPA því ekki fyrir alla. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að þörf sé á skýrari verkferlum og ramma af hálfu ríkisins, þannig að samræmis gæti á milli sveitarfélaga. The main goal of the study was to analyze how personal assistance (PA) is utilized as a tool of government by Icelandic municipalities. The study is qualitative and is based on two types of data; theoretical sources, laws and agreements on one hand and interviews with employees that handle issues related to disabled people for municipalities in Iceland, on the other. The data was analyzed in a theoretical frame gathered from The Tools of Government a Guide to the New Governance written by Lester M. Salamon. The study shows that certain problems have come to light with the introduction of PA in Iceland. The study also shows that there have been positives with its introduction. The main positive has been an increase in the quality of life of those that ...