Markaðsáætlun fyrir Fulfil á Íslandi

Góð markaðsáætlun greinir ekki aðeins stöðu vörumerkja á markaði heldur gefur líka vísbendingar um tækifæri til árangurs. Markmið þessa verkefnis er að búa til markaðsáætlun fyrir írsku próteinstykkin Fulfil og svara því hvort vörumerkið gæti styrkt stöðu sína á markaði. Í verkefninu er bæði gert gr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarnveig Birta Bjarnadóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29958
Description
Summary:Góð markaðsáætlun greinir ekki aðeins stöðu vörumerkja á markaði heldur gefur líka vísbendingar um tækifæri til árangurs. Markmið þessa verkefnis er að búa til markaðsáætlun fyrir írsku próteinstykkin Fulfil og svara því hvort vörumerkið gæti styrkt stöðu sína á markaði. Í verkefninu er bæði gert grein fyrir uppruna vörumerkisins og heildsölunnar sem flytur vöruna til Íslands. Auk þess er lauslega gert grein fyrir mikilvægi markaðssetningar og áætlanagerðar fyrir árangur fyrirtækja. Með því að greina markaðinn, gera grein fyrir styrkleikum, veikleikum, tækifærum og ógnunum jafnt því að greina markhópinn og hvernig betur mætti ná til hans er komin ágætis mynd á stöðu Fulfil á markaði. Að auki voru listaðar þær leiðir sem Fulfil hefur nýtt sér til þess að ná til neytenda og hvaða leiðir væru vænlegastar til árangurs. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að með því að bæta viðskiptasamband við stærstu dagvöruverslun landsins myndi staða á markaði strax styrkjast. Ef að hægt væri að skapa meiri tryggð hjá neytendum yrðu til miklir möguleikar í söluaukningu hjá Fulfil. Einnig ætti vörumerkið að nýta sér kynningar í verslunum og orð af munni markaðssetningu með ákveðnum áhrifavöldum. Þá ætti vörumerkið sérstaklega að taka til skoðunar möguleika á því að verða styrktaraðili vinsælla íþróttaviðburða.