Viðbrögð við afbrotum barna. Er þörf á að breyta aldursmörkum sakhæfis á Íslandi? Sjónarhorn heildarinnar.

Gríðarleg þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi hvað varðar stöðu barna innan réttarkerfisins. Krafan um barnvænlegt réttarkerfi fer stöðugt vaxandi. Öll réttindi barna skulu virt að fullu, hvort heldur er á sviði dómskerfis eða stjórnsýslu, óháð því hvort þau hafa stöðu brotaþola, sakbornings...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingibjörg Gunnarsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29957
Description
Summary:Gríðarleg þróun hefur átt sér stað undanfarna áratugi hvað varðar stöðu barna innan réttarkerfisins. Krafan um barnvænlegt réttarkerfi fer stöðugt vaxandi. Öll réttindi barna skulu virt að fullu, hvort heldur er á sviði dómskerfis eða stjórnsýslu, óháð því hvort þau hafa stöðu brotaþola, sakbornings eða vitnis. Í samræmi við þetta hefur Barnaréttarnefndin lagt áherslu á, að aðildarríkin móti heildstæða stefnu um viðbrögð við afbrotum barna með stofnun allsherjar barnaréttarkerfis; í því skyni að skipuleggja megi vandlega framkvæmd í málefnum þeirra barna sem eru grunuð, ákærð eða fundin sek um brot á refsilögum. Þá hafa einnig orðið miklar framfarir í viðhorfum til refsinga barna. Refsing í dag á umfram allt að vera til þess fallin að hafa jákvæð áhrif á börn, styrkja sjálfsvitund þeirra og taka mið af aðstæðum þeirra. Þá skal áhersla lögð á sértækar, jákvæðar og uppbyggjandi aðgerðir og endurhæfingu fremur en refsingu. Á þetta að vera mögulegt án þess að réttaröryggi almennings sé stefnt í voða. Sakhæfisaldurinn (lögaldur sakamanna) er flókið álitaefni en mikilvægt. Barnasamningurinn hvetur aðildarríki samningsins til að ákveða þann lágmarksaldur, sem börn verða að hafa náð til þess að teljast sakhæf, sbr. a-lið 3. mgr. 40. gr. SRB. Ákvæðið sjálft kveður þó ekki á um afdráttarlausa alþjóðlega reglu um lágmarksaldur refsiábyrgðar. Þessi skipan mála veldur því að verulegur munur er á lágmarksaldri sakhæfis á meðal þjóða heimsins og er sakhæfisaldurinn nú á bilinu 6 - 18 ár. Á Íslandi er sakhæfisaldur 15 ár. Þótt staða barna sé almennt sterk hér á landi í alþjóðlegu samhengi er á Íslandi ekki til neitt sérstakt barnaréttarkerfi. Í staðinn hvílir ábyrgð á viðbrögðum við afbrotum barna fyrst og fremst á tveimur mjög ólíkum kerfum - barnaverndarkerfinu og refsivörslukerfinu - en eins og lesendur munu komast að leiðir mismunurinn á þessum tveimur viðurkenndu kerfum til þess, að refsiverð háttsemi kemur til kasta þessara tveggja kerfa með afar ólíkum hætti og kallar á ólík viðbrögð þeirra. Má því segja að hjá okkur ...