Líf og líðan í eldgosi. Gosið á Heimaey 1973

Í lokaverkefni þessu er gerð grein fyrir upplifun íbúa í Vestmannaeyjum af eldgosinu 1973, en í ár eru 45 ár liðin frá því að eldgos braust út á Heimaey. Þörf virðist enn vera til staðar hjá íbúum sem upplifðu eldgosið að ræða líf og líðan í gosinu og þess vegna ákvað ég að gera því efni skil í MA r...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Erlingsdóttir 1962-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29931
Description
Summary:Í lokaverkefni þessu er gerð grein fyrir upplifun íbúa í Vestmannaeyjum af eldgosinu 1973, en í ár eru 45 ár liðin frá því að eldgos braust út á Heimaey. Þörf virðist enn vera til staðar hjá íbúum sem upplifðu eldgosið að ræða líf og líðan í gosinu og þess vegna ákvað ég að gera því efni skil í MA ritgerð minni. Það geri ég með þremur blaðagreinum í Morgunblaðinu. Fyrsta greinin birtist 25. janúar, hún fjallaði um eldgosið og flóttann frá Heimaey. Í júní birtist grein um veruna á fastalandinu og í júlí grein um heimkomuna. Í greinargerðinni er fjallað um tilurð og vinnuferli fjölmiðlaafurðarinnar og það sett í fræðilegt samhengi. Tilgangurinn með umfjöllun um líf og líðan í eldgosi er að bæta úr skorti á umfjöllun fjölmiðla og annarra um líf og líðan fólks í eldgosi og að því loknu. Greinarnar þrjár leiða í ljós að lítið virðist hafi verið tekist á við áfallið sem fylgdi því að upplifa eldgos og þurfa að flýja frá heimili sínu í langan tíma. Viðbrögð við áfallinu sem fylgdi gosinu eru í takt við tíðarandann sem ríkti á 8. áratugnum. Í dag virðast Eyjamenn tilbúnari en áður að tjá sig um líf og líðan gosárið. Mér fannst því vel við hæfi þegar 45 ár eru liðin frá gosi að birta umfjöllun um líf og líðan íbúa Heimaeyjar í gosinu 1973. This final project recounts the experience of the people of Vestmannaeyjar from the eruption of 1973, but this year it will have been 45 years since the volcano erupted on Heimaey. It appears that the residents who experienced the eruption first hand still have the desire to talk about life and state of mind during the eruption and, therefore, I decided to write about this subject in my master’s thesis. The approach I chose was to write three articles in the national newspaper, Morgunblaðið. The first article, covering the volcanic eruption and refugee from Heimaey, appeared on January 25th this year. This June, an article will appear about living on the mainland and, finally, in July I will publish an article about the homecoming. This report discusses the creative and working process of the media product and it is put into a theoretical context. The objective of the discussion of the life and well-being of the people during the volcanic eruption is to address the lack of media coverage on this topic, both during and after the event. The three articles reveal that there is evidence that little has been done to deal with the trauma that follows the experience of volcanic eruption and the consequence of abandoning one’s home for a long time. People’s reaction to the shock that followed the eruption were as expected for the eighties. Today, islanders seem to be better prepared to talk about their lives and mental state during the eruption than ever before. Therefore, I considered it timely to publish a discussion on islander’s perspective on life and their well being, now that there are 45 years since the volcano erupted on Heimaey.