Sumardagurinn fyrsti - dagur barnanna. Greinargerð um ljósmyndasýningu

Greinargerðin fjallar um sýninguna Sumardagurinn fyrsti – dagur barnanna sem sett var upp í Ráðhúsi Reykjavíkur 17.– 29. apríl 2018. Leiðarstef sýningarinnar var sumardagurinn fyrsti og þróun barnamenningar, einkum hvort hægt væri að kanna tilurð og þróun barnamenningar á Íslandi með hliðsjón af sum...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Björg Bjarkey Kristjánsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29918
Description
Summary:Greinargerðin fjallar um sýninguna Sumardagurinn fyrsti – dagur barnanna sem sett var upp í Ráðhúsi Reykjavíkur 17.– 29. apríl 2018. Leiðarstef sýningarinnar var sumardagurinn fyrsti og þróun barnamenningar, einkum hvort hægt væri að kanna tilurð og þróun barnamenningar á Íslandi með hliðsjón af sumardeginum fyrsta og sögu hans. Síðastliðin hundrað ár hafa verið haldnar skrúðgöngur og skemmtanir fyrir börn í Reykjavík á sumardaginn fyrsta. Í upphafi var um leið verið að safna fjármunum fyrir börn í neyð en síðan hefur dagurinn í meira mæli snúist um skemmtanir fyrir börn og með þátttöku barna. Aðstæður barna hafa breyst mikið og hugtakið barnamenning hefur á þessum árum þróast frá því að vera ekki til yfir í að vera veigamikill þáttur í samfélagi og samfélagsumræðu. Sýningin Sumardagurinn fyrsti – dagur barnanna byggir á þessum þáttum en einnig var horft til þess að sumardagurinn fyrsti var áður fyrr ein helsta hátíð hérlendis á eftir jólum og tengist þjóðtrú og gömlum siðum. Ásamt því að fjalla um sýninguna er í greinargerðinni fjallað um barnamenningu, þróun barnamenningar og sumardaginn fyrsta. Leitast er við að greina barnamenningu á sumardaginn fyrsta í Reykjavík á árunum 1918 – 2018 og draga ályktanir út frá þeirri greiningu. This thesis is about the exhibition The first day of summer - the children´s day which took place in Reykjavík City Hall, 17th – 29th of April 2018. The exhibition was about the first day of summer and the development of children´s culture. In particular, whether it was possible to see the development of children´s culture in Iceland through history of the first day of summer. Parades and festivals have been held for children in Reykjavík on the first day of summer for the last hundred years. In the beginning it was a way to raise funds for children in need but in recent times the day is more about festivals for children, with the participation of children. Children's circumstances have changed a lot and the children‘s culture has in the last hundred years changed from being ...