Refsilögsaga íslenska ríkisins og handtakan um borð Polar Nanoq

Tilgangur ritsmíðar þessarar er að skilgreina með skilmerkilegum hætti hvað felist í reglum þjóðaréttar er varða forráðasvæði ríkja og hvernig reglum íslensks forráðasvæðis er hagað og verður með þeirri umfjöllun reynt að varpa ljósi á það hvernig þeim reglum hefur verið beitt í íslenskri dómaframkv...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Júlíana Amalía Elenóra Sveinsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29823
Description
Summary:Tilgangur ritsmíðar þessarar er að skilgreina með skilmerkilegum hætti hvað felist í reglum þjóðaréttar er varða forráðasvæði ríkja og hvernig reglum íslensks forráðasvæðis er hagað og verður með þeirri umfjöllun reynt að varpa ljósi á það hvernig þeim reglum hefur verið beitt í íslenskri dómaframkvæmd. Farið verður í saumana á efnisatriðum 4. grein almennra hegningarlaga nr. 19/1940 en í fyrstu köflum ritgerðarinnar verður skoðað hvernig þessar helstu reglur þjóðaréttar birtast í íslensku hegningarlögunum. Þá verða skoðaðar eldri úrlausnir sem fyrir liggja í íslenskri dómaframkvæmd er varða forráðasvæði og þær bornar saman við nýlegri úrlausnir. Í þriðja kafla verður farið yfir lögsögu á hafinu og í milli- og undirköflum þess kafla verður íslensk refsilögsaga á hafi rakin ásamt samanburði við danskar lögsögureglur. Að lokum verður í 4. kafla ítarleg umfjöllun á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness í í máli nr. S-127/2017 varðandi 2. ákærulið og það skoðað hvernig íslensk löggæsluyfirvöld beittu framkvæmdavaldslögsögu í íslensku efnahagslögsögunni.