Refsingar ungmenna á Íslandi. Samanburður við Noreg með áherslu á ungdomsstraff

Þegar dómstólar ákvarða refsingu í tilvikum ungmenna koma fjölmörg úrræði til skoðunar. Óskilorðsbundnir dómar fólgnir í innilokun, eru aðeins ein tegund þeirra viðurlaga sem til álita kemur að beita. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að halda ungmennum utan veggja fangelsis. Leitast er við að vei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halldóra Lillý Jóhannsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29815
Description
Summary:Þegar dómstólar ákvarða refsingu í tilvikum ungmenna koma fjölmörg úrræði til skoðunar. Óskilorðsbundnir dómar fólgnir í innilokun, eru aðeins ein tegund þeirra viðurlaga sem til álita kemur að beita. Íslensk stjórnvöld leggja áherslu á að halda ungmennum utan veggja fangelsis. Leitast er við að veita þeim tækifæri til að taka upp breytta og betri lifnaðarhætti. Norðmenn taka í sama streng varðandi refsingar ungmenna. Sérreglur má finna í hegningarlögum beggja ríkja, sem undirstrika þá vægð sem ungmennum er veitt, á grundvelli ungs aldurs við ákvörðun refsinga. Í þessari ritgerð mun ég fjalla um unga afbrotamenn í íslensku og norsku réttarkerfi. Í fyrstu verður vikið að áhrifum refsinga á fólk og viðbrögðum samfélagsins til afbrota. Þá verða rakin þau viðurlagaúrræði og sérreglur sem koma til skoðunar í tilvikum ungmenna. Samfélagsþjónusta á Íslandi sem fullnustuúrræði verður skoðuð samhliða framkvæmd Norðmanna á úrræðinu. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á þau úrræði sem íslenskt réttarkerfi býr yfir í tilvikum ungmenna. Þá mun ég leiða fyrir sjónir hvað felst í Ungdomsstraff, viðurlagategund sem hefur nýlega rutt sér til rúms í norsku lagaumhverfi. Kveikjan að lagasetningu um Ungdomsstraff, var að auka við þau úrræði í réttarkerfinu sem hafa það markmið að forða ungmennum frá óskilorðsbundnu fangelsi og efla afbrotavarnir. Fyrir tilstilli Ungdomsstraff geta dómstólar úrskurðað unga sakborninga í úrræði sem hefur meðferðarlegt gildi, í stað óskilorðsbundins fangelsis.