,,Þjóðleikur snertir marga en fer samt svo undurlágt“ : þátttaka unglinga í Þjóðleik, leiklistarhátíð sem haldin er á Íslandi

Þjóðleikur er leiklistarhátíð unglinga sem haldin hefur verið annað hvert ár á landsbyggðinni frá árinu 2009. Frumkvæðið að stofnun hans eiga framkvæmdastjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins, þjóðleikhússtjóri og Menningarmiðstöð Austurlands. Þjóðleikur hefur verið uppspretta nýrra leikverka fyrir un...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Guðrún Gestsdóttir 1963-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29766
Description
Summary:Þjóðleikur er leiklistarhátíð unglinga sem haldin hefur verið annað hvert ár á landsbyggðinni frá árinu 2009. Frumkvæðið að stofnun hans eiga framkvæmdastjóri fræðsludeildar Þjóðleikhússins, þjóðleikhússtjóri og Menningarmiðstöð Austurlands. Þjóðleikur hefur verið uppspretta nýrra leikverka fyrir unglinga en jafnframt verið samkoma þar sem unglingar á aldrinum 13 ára til 20 ára hittast, sýna leikrit og horfa á leikrit. Frumsamin íslensk leikverk. Leikstjórar á Þjóðleik koma víðsvegar að af landinu og það er þeirra verk að mæta með leikhóp og koma upp sýningu á hátíðunum. Rannsóknin beinist að starfi leikstjóra á Þjóðleik, æfingatímabilinu og unglingaleikhópnum sem tekur þátt. Rannsóknin er starfendarannsókn en rannsókninni til stuðnings eru einnig tekin eigindleg viðtöl við hópa og valda aðila. Markmiðið með rannsókninni er að sýna fram á hvernig leikstjóri getur haft áhrif á þátttakendur í Þjóðleik og hvernig unglingarnir þroskast á þátttöku í Þjóðleik. Einnig eru niðurstöður rannsóknarinnar, í samanburði við markmið Þjóðleiks, hafðar til hliðsjónar í umfjölluninni. Helstu niðurstöður eru þær að markmiðum Þjóðleiks hafi verið náð og að leikstjóra hafi tekist að valdefla nemendur sem tóku þátt í hátíðinni. Höfundur hefur víðtæka reynslu af leikstjórn unglingahópa og áhugaleikfélaga. Hann starfaði sem leiklistarkennari og hefur farið með verkefni á Þjóðleik árið 2009 og á hátíðina þar sem þessi rannsókn fór fram, árið 2017. Lykilorð: [Þjóðleikur, leiklist, starfendarannsókn, leikstjóri, menningarstjórnun, valdefling, samvinnunám, leiklistarkennari, skapandi kennsla]