Hvaða áhrif hefur aukinn fjöldi hryðjuverka í Evrópu á öryggi á Íslandi?

Í þessari ritgerð verður leitast við að kanna hvaða áhrif hryðjuverkaógnin í Evrópu síðustu misseri hefur á íslenskt samfélag. Fjallað verður um einstaka og afmarkaða þætti sem snúa að hryðjuverkum og þau skilgreind. Skoðuð verða einstök hryðjuverk í Evrópu, hverjir hafa aðkomu að voðaverkunum, hvað...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ósk Harrýs Vilhjálmsdóttir 1966-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29751
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður leitast við að kanna hvaða áhrif hryðjuverkaógnin í Evrópu síðustu misseri hefur á íslenskt samfélag. Fjallað verður um einstaka og afmarkaða þætti sem snúa að hryðjuverkum og þau skilgreind. Skoðuð verða einstök hryðjuverk í Evrópu, hverjir hafa aðkomu að voðaverkunum, hvað var notað til verksins og hverjar afleiðingarnar urðu. Hvaða áhrif hefur aukinn fjöldi hryðjuverka í Evrópu á öryggi á Íslandi? Þannig hljóðar spurningin sem höfundur leggur upp með. Rýnt verður í hvort raunhæft sé að hér gætu orðið hryðjuverk á Íslandi og þá hvernig stöndum við frammi fyrir slíkri ógn? Niðurstöður verkefnisins eru þær að hryðjuverk ógna öryggi Íslands og að líklegt má telja að hryðjuverk verði framin á Íslandi í ljósi reynslu og í samanburði við önnur vestræn ríki t.d. Norðurlöndin. Hryðjuverkamenn eru sífellt að gera sig meira gildandi og hafa aldrei verið meira áberandi og illvígir en síðustu misseri. Þeir hafa alþjóðleg áhrif á eigin vegum án aðkomu samfélags ríkja og með aðgengi og aðstoð internetsins eru hryðjuverkasamtök að hvetja einstaklinga í vestrænum löndum til að fremja hryðjuverk í búsetulandi sínu. Árásirnar í Evrópu 2015-2017 voru gerðar undir áhrifum, í tengslum við eða með vísan í Ríki Íslam eða í íslamska hugmyndafræði með einhverjum hætti. Gerendur eru aðallega ungir einstaklingar að leita að sinni eigin sjálfsmynd til að fylla í tómarúmið sem samfélagið getur ekki veitt þeim. Gremja þeirra, reiði og hatur gera þá að auðveldum markhópi fyrir hryðjuverkasamtök sem eru að valda óstöðugleika á alþjóðavettvangi og getur haft beinar afleiðingar á Ísland. Hryðjuverkin í Evrópu hafa haft áhrif á viðbrögð og viðbúnað lögreglu sem sjá má á Keflavíkurflugvelli og á stærri mannamótum sumarið 2017. Af þessu má draga þá ályktun að lögreglan á Íslandi sé undirbúin og í viðbragðstöðu og að hún telji ástæðu til að óttast það að hryðjuverk séu framin hér á landi og að öryggi landsins sé ógnað í ljósi hryðjuverka í Evrópu. This paper aims at investigating whether terrorist threats in Europe for ...