Sérkennsla í leikskóla án aðgreiningar

Ágrip Markmið rannsóknarinnar var að skoða með hvaða hætti sérkennsla og hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar skarast í leikskólum. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á annars vegar hvernig sérkennslustjórar og hins vegar deildarstjórar í leikskólum, upplifa starf sitt sem skipuleggjendur sérkenns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristbjörg Ingimundardóttir 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29731
Description
Summary:Ágrip Markmið rannsóknarinnar var að skoða með hvaða hætti sérkennsla og hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar skarast í leikskólum. Verkefninu er ætlað að varpa ljósi á annars vegar hvernig sérkennslustjórar og hins vegar deildarstjórar í leikskólum, upplifa starf sitt sem skipuleggjendur sérkennslu í skóla án aðgreiningar. Einnig var skoðað hvaða helstu kosti og hindranir þeir telja vera við framkvæmd hugmyndafræðinnar. Ekki var einblínt á sérþarfir barnanna sjálfra heldur fremur viðhorf og upplifanir sérkennslustjóra og deildarstjóra. Rannsóknaraðferðin var eigindleg og gögnum safnað á árinu 2017, með viðtölum í fimm leikskólum, þremur á höfuðborgarsvæðinu og tveimur á landsbyggðinni. Þátttakendur voru ellefu talsins, fimm sérkennslustjórar og sex deildarstjórar. Einnig fór fram greining á opinberum gögnum á heimasíðu leikskólanna, einkum skólanámskrám. Niðurstöður benda til þess að óöryggi ríki meðal sérkennslustjóra og deildarstjóra í leikskólum um hvernig skipuleggja eigi sérkennslu í skóla án aðgreiningar. Margir þátttakendur töldu sig ekki hafa næga þekkingu og nefndu skort á fjármagni og manneklu sem hluta af ástæðu þess að erfitt reyndist að sinna börnum með sérþarfir sem skyldi. Skiptar skoðanir voru á hvar og hvernig sérkennsla ætti að fara fram innan leikskólans og hvort betra væri að þjálfa börn með sérþarfir utan deildar eða innan barnahópsins. Það kom fram að eðli sérþarfa barna gat haft áhrif á þátttöku þeirra í daglegu starfi með öðrum börnum á deildinni. Fram kom ánægja með góða samvinnu við sérfræðinga hjá þjónustumiðstöðvum og mikilvægi þess að hafa aðgang að ráðgjöf þegar skipuleggja á þjálfun barna með sérþarfir. Upplýsingar á heimasíðum leikskólanna voru mis nákvæmar og greina mátti ósamræmi milli þeirra upplýsinga sem þar var að finna og því sem fram kom í viðtölum um áherslur í sérkennslu. Abstract Special Education in Pre-Primary school The aim of the study was to examine the intersection of special education and the idea of inclusive education in pre-primary schools in Iceland. The ...