Samfélagsábyrgð íslensku viðskiptabankanna fyrir og eftir hrun

Samfélagsábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibility) er regnhlífarhugtak sem spannar hin ýmsu svið tengd samfélagi og umhverfi fyrirtækja. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur gætt aukins þrýstings á að fyrirtæki axli ábyrgð á þeim áhrifum sem starfsemi þeirra kann að hafa á samfélagið og umh...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásthildur Lísa Guðmundsdóttir 1976-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29729
Description
Summary:Samfélagsábyrgð fyrirtækja (e. Corporate Social Responsibility) er regnhlífarhugtak sem spannar hin ýmsu svið tengd samfélagi og umhverfi fyrirtækja. Í kjölfar efnahagshrunsins hefur gætt aukins þrýstings á að fyrirtæki axli ábyrgð á þeim áhrifum sem starfsemi þeirra kann að hafa á samfélagið og umhverfið. Sama hefur verið upp á teningnum á Íslandi, þar sem háværar kröfur hafa verið um að íslensku viðskiptabankarnir skuli axla aukna ábyrgð. Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hvernig stefnur og markmið í samfélagslegri ábyrgð íslensku viðskiptabankanna þriggja birtust fyrir og eftir hrun. Gögnin voru unnin úr árskýrslum og öðru efni tengt samfélagsábyrgð frá Landsbanka, Íslandsbanka (Glitnir) og Arion banka (Kaupþing) fyrir og eftir hrun. Til að meta stefnur og skýrslugerð bankana í samfélagsábyrgð var stuðst við greiningarramma þar sem árin 2007 og 2015 voru borin saman. Einnig var efnahagshrunið 2008 skoðað, sem og hluti afleiðinga þess. Helstu niðurstöður gefa til kynna að áherslubreyting á samfélagsábyrgð hafi átt sér stað í kjölfar hrunsins hjá bönkunum þremur. Það sem kom einna helst á óvart var að stefnumörkun í samfélagsábyrgð var til staðar fyrir hrun. Við nánari skoðun virðast það þó hafa verið innantómar yfirlýsingar enda fylgdu þeim engar nánari útfærslur. Fyrir hrun voru bankarnir að skapa ímynd sína á alþjóðamörkuðum en eftir hrun hafa þeir þurft að vinna upp það traustið sem hafði horfið með hruninu. Bankarnir eru mislangt á veg komnir í innleiðingu á samfélagsábyrgð en eru nú allir farnir að vinna eftir ákveðnum alþjóðlegum viðmiðum. The umbrella concept Corporate Social Responsibility or CSR covers various aspects related to the community and the environment of businesses. In wake of the financial crisis in 2008, pressure has increased on businesses to assume their responsibility regarding the influence they might have on both society and nature. In that regard Iceland is no exception where demand for the Icelandic banks to own up to their responsibilities has increased. The purpose of ...