Frásagnarhæfni íslenskra grunnskólabarna með íslensku sem annað mál : tengsl við aldur, dvalartíma og íslenskan orðaforða

Viðfangsefni þessarar rannsóknar er munnleg frásagnarhæfni grunnskólabarna sem hafa íslensku sem annað mál (ísl2). Munnleg frásagnarhæfni er grunnur að merkingarbærum samskiptum milli fólks og undirstaða ritunarfærni. Að segja sögu gefur því góða mynd af málþroska einstaklinga (Dickinson og Tabors,...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Pálsdóttir 1984-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29726
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknar er munnleg frásagnarhæfni grunnskólabarna sem hafa íslensku sem annað mál (ísl2). Munnleg frásagnarhæfni er grunnur að merkingarbærum samskiptum milli fólks og undirstaða ritunarfærni. Að segja sögu gefur því góða mynd af málþroska einstaklinga (Dickinson og Tabors, 2001; Snow og Tabors, 1993) og getu þeirra til að tjá sig með tungumálinu (Hrafnhildur Ragnarsdóttir, 2004). Markmið rannsóknarinnar voru að skoða frásagnarhæfni ísl2 barna, hvort hún tengist dvalartíma þeirra, aldri og íslenskum orðaforða (ísl-PPVT), og einnig að bera saman frásagnarhæfni þessa nemendahóps við jafnaldra sem eiga íslensku sem móðurmál (ísl1). Þátttakendur voru 183 talsins í fjórða og sjötta bekk grunnskóla: 88 ísl2 (48 í fjórða bekk og 40 í sjötta bekk) og 95 ísl1 nemendur (42 í fjórða bekk og 53 í sjötta bekk). Upplýsingasöfnun fór fram með þeim hætti að börnin voru beðin um að segja sögu út frá myndasögunni Frog, where are you? (Mayer, 1969) og voru frásagnirnar teknar upp á hljóðband. Frásagnir barnanna voru afritaðar og greindar með Málgreini (Jóhanna T. Einarsdóttir og Jón Benediktsson, 2014). Unnið var úr gögnunum með því að skoða heildarfjölda orða (HFO), fjölda mismunandi orða (FMO), heildarfjölda segða (HFS) og meðallengd segða (MLS). Íslenskur orðaforði var mældur með ísl-PPVT orðaforðaprófi (Valgerður Ólafsdóttir, 2011). Niðurstöður sýndu að dvalartími hafði ekki áhrif á breytur sem teknar voru til skoðunar í frásögnum ísl2 þátttakenda og ekki var munur á ísl2 börnunum í fjórða og sjötta bekk. Auk þess sýndu niðurstöður ekki marktæk áhrif íslensks orðaforða ísl2 þátttakendanna á frammistöðu þeirra á frásagnaprófinu. Fylgni var þó jákvæð og marktæk á milli íslensks orðaforða þeirra og fjölda mismunandi orða sem þau notuðu. Ísl1 börnin voru marktækt hærri á heildarfjölda segða (HFS), heildarfjölda orða (HFO) og fjölda mismunandi orða (FMO). Ekki mældist marktækur munur á milli ísl2 og ísl1 barnanna í meðallengd segða (MLS). Niðurstöður rannsóknarinnar styðja fyrri rannsóknir sem sýnt hafa að ...