,,Það er eiginlega allt skemmtilegt en mjög lítið leiðinlegt'' : eigindleg rannsókn á upplifun 8-9 ára barna og forstöðumanna á gildi frístundaheimila

Rannsóknir hafa gefið til kynna að þátttaka barna í frístunda- og tómstundastarfi geti stutt við velferð þeirra, líðan og sjálfsmynd. Markmiðið með þessari rannsókn var að skilja og varpa ljósi á mikilvægi frístundaheimila fyrir börn í 3. og 4. bekk grunnskóla. Einnig var markmiðið að varpa ljósi á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Regína Jónsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29686
Description
Summary:Rannsóknir hafa gefið til kynna að þátttaka barna í frístunda- og tómstundastarfi geti stutt við velferð þeirra, líðan og sjálfsmynd. Markmiðið með þessari rannsókn var að skilja og varpa ljósi á mikilvægi frístundaheimila fyrir börn í 3. og 4. bekk grunnskóla. Einnig var markmiðið að varpa ljósi á upplifun og sjónarhorn forstöðumanna slíkra frístundaheimila ásamt því að skoða viðhorf barna og forstöðumanna til óformlegs náms innan starfsins. Þá var einnig leitast eftir upplifun bæði barnanna og forstöðumannana á aukinni skjánotkun barna innan starfsins. Ýmislegt fræðilegt efni var skoðað og haft til hliðsjónar og samanburðar við rannsóknina og má nefna sögu frístundaheimila á Íslandi, þroska 8-9 ára barna, kenningar um óformlegt nám og hugmyndir um aukna tækninotkun barna. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem gögnum var aflað með viðtölum og voru niðurstöðurnar byggðar á upplifun og sýn forstöðumanna tveggja frístundaheimila og 11 barna sem sækja frístundaheimili fyrir 8-9 ára börn í Reykjavík. Helstu niðurstöður voru þær að upplifun barnanna var að mestu jákvæð af sérstöku frístundastarfi fyrir 3. - 4. bekk og eru flest ánægð með dvöl sína þar. Þátttaka á frístundaheimilinu hafði afþreyingarlegt-, forvarnarlegt- , menntunarlegt- og uppeldislegt gildi. Forstöðumenn töldu tækifæri til náms á frístundaheimilinu vera margvísileg og er það í hlut starfsmannanna að grípa þau á lofti og aðstoða börnin við að nýta þau. Birtingarmyndir óformlegs náms voru margvíslegar en áberandi var það hvernig tæknin og tölvunotkun hefur viðamikla stöðu í tilveru barna í dag. Forstöðumennirnir vildu líta á það sem tækifæri frekar en hindranir. Upplifun barnanna var sú að mestu máli skipti að vinirnir væru með þeim til þess að þau myndu njóta starfins. Í starfinu var tekið mið af hugmyndum um barnalýðræði og töldu forstöðumennirnir það vera lykilatriði í eflingu barnanna til að verða virkir þátt¬takendur í lífinu. Helstu hindranir faglegs starfs eru mikil starfsmannavelta og mönnun að mati forstöðumanna. Helstu áskoranir ...