Fimm ára kennaranám í Háskóla Íslands : nær það jafnvægi á milli fræða og starfs?

Sú rannsókn sem hér er sagt frá beinist að nemendum í námi til grunnskólakennararéttinda á Menntavísindasviði HÍ. Nánar til tekið þeirra sem læra til grunnskólakennslu í bóklegum greinum grunnskólans. Markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós reynslu og mat þessara nemenda á náminu. Með rannsókninn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svanur Sigurðsson 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29675
Description
Summary:Sú rannsókn sem hér er sagt frá beinist að nemendum í námi til grunnskólakennararéttinda á Menntavísindasviði HÍ. Nánar til tekið þeirra sem læra til grunnskólakennslu í bóklegum greinum grunnskólans. Markmið rannsóknarinnar er að leiða í ljós reynslu og mat þessara nemenda á náminu. Með rannsókninni er þannig reynt að fá svarað þeirri spurningu hver sé reynsla þeirra nemenda sem læra til grunnskólakennararéttinda í bóklegum greinum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og hvernig þeir meta reynslu sína af því og draga af henni ályktanir. Aflað var gagna um rannsóknarefnið með viðtölum við nemendur samkvæmt aðferðafræði „grundaðrar kenningar“ og fyrirbærafræði. Í viðtölunum var leitast við að fá fram annars vegar hlutlægar frásagnir nemenda af reynslu þeirra af náminu og hins vegar það mat sem þeir leggja á þá reynslu sína og þær ályktanir um breytingar á náminu sem þeir kynnu að draga af henni. Fimm meginþemu sem viðtöl okkar snerust um komu fram. Þau voru, a) bóklegt/fræðilegt nám, b) endurtekningar í náminu, c), skipulag námsins og samstarf milli kennara, d) vettvangsnám og verklegt nám, e) kandídatsár. Helstu niðurstöður eru þær að viðmælendur mínum er hugstæð nýleg lenging námsins til meistaragráðu og telja hana vera til góðs, en framkvæmd námsins þyrfti að breytast og tíma þess þyrfti að vera öðru vísi varið en nú er gert. Eindregin skoðun þeirra er sú að dregið skuli úr vægi bóklegrar/fræðilegrar kennslu en verklegt nám aukið. Í því augnamiði verði heilt kandidatsár innleitt á 4. námsári. Five years teacher education at University of Iceland: Does it balance theory and praxis? The study centers on students working towards a teacher’s permit from The Faculty of Education, a department in The University of Iceland. The aim of the study is to reveal the student's experience and assessment of the curriculum. The study seeks to answer the question how students respond to the curriculum content both mentally and in practice and how they value their experience of it. Data was collected by conducting interviews ...