Heilsugæsla HSN : ágóði ólíkra þjónustuforma : samanburður starfsstöðvar á Húsavík við Sauðárkrók

Verkefnið er lokað til 01.02.2027. Bakgrunnur: Margþætt hlutverk heilsugæslu sem grunnstoð öflugs heilbrigðiskerfis hefur verið viðurkennt hérlendis sem erlendis. Stefna Heilbrigðisstofnunar Norðurlands er að veita heildstæða aðgengilega og samfellda þjónustu þar sem að leiðarljósi er fagmennska, sa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Arnardóttir 1967-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29636
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 01.02.2027. Bakgrunnur: Margþætt hlutverk heilsugæslu sem grunnstoð öflugs heilbrigðiskerfis hefur verið viðurkennt hérlendis sem erlendis. Stefna Heilbrigðisstofnunar Norðurlands er að veita heildstæða aðgengilega og samfellda þjónustu þar sem að leiðarljósi er fagmennska, samvinna og virðing. Tilgangur: Að varpa ljósi á árangur af sérsniðnu þjónustuformi í móttöku á heilsugæslu, sem var þróað af starfsmönnum hennar á Húsavík 2011 og hvort ávinningur væri af þróun og nýtingu nálgunarinnar og/eða breytinga á hlutverkaskipan fagstétta innan heilsugæslunnar á Norðurlandi. Aðferðafræði: Rannsóknin byggði á þjóðfræðilegum aðferðum (ethnógrafíu) unnin með útskýrandi sniði blandaðra rannsóknaraðferða. Þátttakendur voru 608 þjónustuþegar og 36 þjónustuveitendur. Skoðaðar voru tölulegar upplýsingar samskipta og rekstrarkostnaðar á ársgrundvelli. Niðurstöður: Viðhorf þjónustuþega voru samhljóma á báðum stöðum og almennt jákvæð, en 13,5% töldu núverandi form móttöku óskilvirkt og gæti verið viðmótsbetra. Starfsmenn á Húsavík voru bjartsýnir og töldu frekari þróun mögulega. Á Sauðárkróki ríkti óvissa um framtíðina og varfærni í umræðu um breytingar. Á báðum stöðum lýstu starfsmenn álagi í starfi, ónógum starfshvötum og óvissu um árangur flutnings verkefna milli fagstétta. Þörf væri á bættri geðheilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og eflingu forvarna. Áhyggjur voru áberandi af hækkandi lífaldurs starfsfólks og hve læknaskortur litaði starfsemina. Nánari heilsuhagfræðilegar athuganir þarf til að meta kostnað við Húsavíkur-formið. Ályktun: Breytingar á starfsskipulagi innan heilsugæslustöðvarinnar á Húsavík, virtist ekki hafa marktæk áhrif á ánægju þjónustuþega sé miðað við Sauðárkrók. Þjónustuformið á Húsavík í átt til teymisvinnu hafði jákvæð áhrif á starfsumhverfi og starfsmenn en frekari þróun nálgunarinnar nauðsynleg. Með aukinni samvinnu faghópa, tilfærslu verkefna milli fagstétta og eflingu starfshvata mætti þróa starfsemi heilsugæslunnar á jákvæðan hátt til aukinna afkasta og hugsanlega einnig ...