HAM / ingja : Hönnun á stafrænni frumgerð fyrir háskólanema greinda með ADD eða ADHD sem sækja hópmeðferð í Hugrænni Atferlismeðferð (HAM)

HAM/ingja er lokaverkefni unnið af tveimur nemendum í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og stefna báðir á BSc gráðu fljótlega. Hópmeðlimir eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á andlegri heilsu og stukku því á tækifærið að vinna þetta verkefni. HAM/ingja er unnið í samstarfi við Sylvíu In...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ásdís Svava Hallgrímsdóttir 1987-, Hildur Björg Gunnarsdóttir 1986-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29627
Description
Summary:HAM/ingja er lokaverkefni unnið af tveimur nemendum í tölvunarfræði í Háskólanum í Reykjavík og stefna báðir á BSc gráðu fljótlega. Hópmeðlimir eiga það sameiginlegt að hafa mikinn áhuga á andlegri heilsu og stukku því á tækifærið að vinna þetta verkefni. HAM/ingja er unnið í samstarfi við Sylvíu Ingibergsdóttur doktorsnema í geðhjúkrun við Háskóla Íslands. Verkefnið fólst í því að hanna stafræna frumgerð fyrir heimaverkefni úr Hugrænni Atferlismeðferð (HAM) fyrir 20-30 ára háskólanema greinda með athyglisbrest (ADD) eða athyglisbrest með ofvirkni (ADHD), sem sækja hópmeðferð í HAM. Hópmeðlimir höfðu Meðferðarhandbók sem Sylvía hafði hannað til hliðsjónar við hönnun stafrænu frumgerðarinnar. Beytt var notendamiðuðum aðferðum, þar sem viðmótið var hannað og prófað í samvinnu við þennan tiltekna notendahóp. Mikil áhersla var lögð á að útkoman yrði auðskiljanleg, aðlaðandi og hvetjandi fyrir notendur. Einnig var horft til annarra greininga eins og les- og litblindra. HAM/ingja hvetur alla einstaklinga sama hvort þeir séu með greiningar eða ekki að tileikna sér aðferðir í HAM til að ná sem bestum árangri í námi.