Skilvirkt samkeppniseftirlit

Í ritgerð þessari verður leitast eftir því að varpa ljósi á það hvaða þýðingu skilvirkni hefur í samkeppniseftirliti. Kannað verður hvort að skilvirkni sé fyrir hendi við framkvæmd íslenskra samkeppnislaga og hvað mætti gera til að auka skilvirkni í samkeppniseftirliti. Til að byrja með verður innih...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Viktorsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29593
Description
Summary:Í ritgerð þessari verður leitast eftir því að varpa ljósi á það hvaða þýðingu skilvirkni hefur í samkeppniseftirliti. Kannað verður hvort að skilvirkni sé fyrir hendi við framkvæmd íslenskra samkeppnislaga og hvað mætti gera til að auka skilvirkni í samkeppniseftirliti. Til að byrja með verður innihald skilvirkni við samkeppniseftirlit kannað, það verður gert með því að skoða umræður bæði hérlendis og erlendis. Sérstaklega verður litið til þeirra sjónarmiða og skoðana sem aðilar atvinnulífsins hafa komið á framfæri. Einnig verður lagaumhverfi samkeppnisréttar skoðað og þá sérstaklega bannreglur samkeppnislaga. Því næst verður fjallað um stofnanauppbyggingu við samkeppniseftirlit þar sem starfsemi Samkeppniseftirlitsins verður skoðuð. Einnig verður litið til sameininga stofnana, formlegs og óformlegs eftirlits ásamt valdheimildum Samkeppniseftirlitsins. Því næst verður fjallað um forgangsröðun samkeppnismála þar sem m.a. verður litið til viðmiða ESB og mikilvægi þess að eftirlit forgangsraði málum sínum. Einnig verður gerð úttekt á málshraða, annars vegar við veitingu einstaklingsbundinna undanþága og hins vegar í samrunamálum. Að lokum verður fjallað um þau raunhæfu úrræði sem hægt væri að beita til að auka skilvirkni í samkeppniseftirliti og var niðurstaðan m.a. sú að hægt væri að hækka veltumörk, koma á sjálfsmati fyrirtækja við veitingu einstaklingsbundinna undanþága, setja lögbundin tímamörk á önnur samkeppnismál en samrunamál, koma á forgangsröðun við framkvæmd samkeppnismála, virkja betur óformlegar heimildir Samkeppniseftirlitsins ásamt sameiningu Samkeppniseftirlitsins við aðrar stofnanir. This essay seeks to highlight the significance of the effectiveness of competition supervision. Efforts will be made to determine whether there is efficiency in the application of the Icelandic Competition Act and what can be done to increase the effectiveness of competition law. Initially, the content of effectiveness in competition monitoring will be explored by reviewing discussions abraod and in Iceland, with ...