Málfærni eldri leikskólabarna - MELB: Áframhaldandi forprófun á málþroskaprófi fyrir börn á aldrinum 4-6 ára

Á Íslandi hefur verið skortur á áreiðanlegum mælitækjum sem stöðluð eru að íslensku þýði og meta málþroska barna. Flest þeirra prófa sem talmeinafræðingar notast við hérlendis í dag eru erlend próf sem hafa verið þýdd eða þýdd og staðfærð/stöðluð og sum hver styðjast við erlend viðmið í úrvinnslu. M...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Rut Sigurbjartsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29547
Description
Summary:Á Íslandi hefur verið skortur á áreiðanlegum mælitækjum sem stöðluð eru að íslensku þýði og meta málþroska barna. Flest þeirra prófa sem talmeinafræðingar notast við hérlendis í dag eru erlend próf sem hafa verið þýdd eða þýdd og staðfærð/stöðluð og sum hver styðjast við erlend viðmið í úrvinnslu. Málþroskaprófið Málfærni eldri leikskólabarna (MELB) hefur verið í þróun undanfarin ár og er ætlað að finna börn sem sýna slakari málfærni heldur en jafnaldrar þeirra og þurfa á málörvun og/eða beinni íhlutun að halda. MELB er ætlað börnum á aldrinum 4-6 ára en ekki er til neitt íslenskt málþroskapróf sem nær yfir það aldursbil, eingöngu þýdd og staðfærð próf eins og TOLD-2P. Þegar ráðist er í það verkefni að semja próf frá grunni er mikilvægt að forprófa prófatriði áður en stöðlun prófsins fer fram. Markmið þessarar rannsóknar var seinni forprófun MELB en hin fyrri átti sér stað fyrir fáeinum árum. Þessi forprófun náði til allra prófþátta MELB sem eru: Orðskilningur, Hugtakaskilningur, Nefning, Botnun setninga I, Botnun setninga II, Endurtekning setninga, Túlkun setninga, Endurtekning orðleysa, Hljóðkerfisvitund og Framburður fjölatkvæða orða. Prófið var lagt fyrir 61 leikskólabarn í Reykjavík á aldrinum 4;0-5;11 ára. Þátttakendum var skipt upp í þrjú aldursbil; 4;0-4;3 ára, 4;10-5;1 árs og 5;8-5;11 ára. Þátttökuskilyrði voru að börnin væru eintyngd, með eðlilega heyrn og án greindra þroskafrávika. Reiknuð voru út meðaltöl allra prófþátta sem og meðaltöl allra prófatriða innan hvers prófþáttar ásamt því sem meðaltalsmunur á milli aldurshópa var reiknaður. Einnig voru meðaltöl skoðuð eftir aldri og kyni þátttakenda. Áreiðanleiki var reiknaður, bæði áreiðanleiki hvers prófþáttar sem og hver heildaráreiðanleiki prófþáttar yrði ef atriði væri sleppt. Auk þessa var fylgni milli prófþáttanna tíu reiknuð. Helstu niðurstöður voru þær að geta barnanna jókst eftir aldri á öllum prófþáttum, þ.e. eftir því sem þau voru eldri, því fleiri prófatriðum gátu þau svarað rétt. Þetta átti hins vegar ekki við um öll stök prófatriði innan ...