Egg laying strategies in the Arctic tadpole shrimp (Lepidurus arcticus).

Lítið er vitað um lífsögu skötuormsins (Lepidurus arcticus). Í þessari ritgerð koma fram ný gögn um varphegðun tegundarinnar. Þessum dýrum var safnað í Veiðivötnum sumarið 1996 og þau flutt til Reykjavíkur þar sem rannsókn var framkvæmd á varphegðun dýranna. Tilraunir voru settar upp þar sem einstök...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þorgerður Þorleifsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29523
Description
Summary:Lítið er vitað um lífsögu skötuormsins (Lepidurus arcticus). Í þessari ritgerð koma fram ný gögn um varphegðun tegundarinnar. Þessum dýrum var safnað í Veiðivötnum sumarið 1996 og þau flutt til Reykjavíkur þar sem rannsókn var framkvæmd á varphegðun dýranna. Tilraunir voru settar upp þar sem einstökum dýrum var haldið í dósum með vatni og mosagrein til að verpa á, og var dýrunum gefin fæða einu sinni á dag. Mosagreinar voru teknar daglega, þær merktar með dagsetningu og númeri dýrsins sem verpti og egg á greinunum talin og mat lagt á varpstærð (fjölda eggja í varpi). Höfundur þessarar ritgerðar tók saman niðurstöður þessarar tilraunar árið 2017 og eru þær birtar hérna. Samanburður á stærð dýranna (skjaldarstærð, carapace) og fjölda eggja sýndi að skýr jákvæð tengsl voru þar á milli þar sem stærri dýr framleiddu fleiri egg. Sams konar tengsl fundust á milli stærðar og hversu oft dýrin verpa. Rannsóknin sýndi að tíðni varps (mælt sem tími milli varps) var breytileg meðal einstaklinga, en algengast var að dýrin verptu með u.þ.b. tveggja sólahringa millibili (annan hvern dag). Meðalfjöldi eggja sem hver einstaklingur verpti var 17,9 og það var marktæk jákvæð fylgni milli stærðar dýrs og fjölda eggja sem var orpið. Einnig var jákvætt samband milli fjölda eggja í hverju varpi og stærðar dýra og flest dýr (64%) sem verptu gerðu það oftar en einu sinni á rannsóknartímanum sem stóð yfir í 2 vikur. Niðurstöðurnar benda til þess að hjá þessum dýrum hafi þróast ákveðin varphegðun (strategy) sem er breytileg á milli einstaklinga en frekari rannsókna er þörf til að sjá hvaða breytur það eru sem hafa mest áhrif. Little is known about the life history of the Arctic tadpole shrimp (Lepidurus arcticus). This dissertation presents some new data about the egg laying strategies of the species, provided by experiments. The animals were collected in Veiðivötn area, S-Iceland, in the summer of 1996 and transported to Reykjavík where the experiments were conducted. Individual animals were kept in containers, fed once a day, and ...