Notkun ferðamanna á umsögnum við val á gistirými

Ferðalög hafa lengi verið hluti af lífi manna og er fólk á faraldsfæti í meira mæli en áður. Á árum áður treysti fólk nær eingöngu á sögur vina og ættingja um fjarlæg lönd en í dag leita sífellt fleiri að upplýsingum um áfangastaði í gegnum internetið. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hafi þá tilhneigin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristian Alexander Rodriguez 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29514
Description
Summary:Ferðalög hafa lengi verið hluti af lífi manna og er fólk á faraldsfæti í meira mæli en áður. Á árum áður treysti fólk nær eingöngu á sögur vina og ættingja um fjarlæg lönd en í dag leita sífellt fleiri að upplýsingum um áfangastaði í gegnum internetið. Rannsóknir hafa sýnt að fólk hafi þá tilhneigingu að lesa umsagnir annarra ferðamanna á netinu og miða val sitt á gistirýmum út frá því. Ferðavefsíðan TripAdvisor.com er talin vera ein farsælasta síðan á því sviði og skoða tugir milljóna manna síðuna mánaðarlega. Rannsókn þessi snýr að því að skoða hegðun ferðamanna hér á landi við leit að gistirými. 189 ferðamenn svöruðu spurningalista sem átti að gefa ákveðna mynd af því. Gögn voru unnin með hjálp tölfræðiforritsins SPSS. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að ferðamenn hafa tilhneigingu til að lesa umsagnir á netinu og að staðsetning og það að fá mikið fyrir peningin séu þeir þættir sem skipta þá mestu máli. Niðurstöður þessar haldast í hendur við aðrar rannsóknir fræðimanna á sviðinu. Lykilorð: Munnmæli, umsagnir, rafræn munnmæli, ferðalög, TripAdvisor. Tourism has been a part of people‘s life for many years and nowadays people are able to travel more. Back in the days people relied more on stories from friends and family about their foreign travels. Today more and more people search online for information about their destinations. Research has shown that people tend to read online reviews by other travellers and tend to be influenced by them when choosing accommodation. TripAdvisor.com is believed to be one of the most successful travel website offering it‘s users to read online reviews by other people. This thesis looks into the behavior of travellers when they were looking for an accommodation in Iceland in October 2017. 189 travellers answered a survey which was supposed to highlight their usages of online reviews. The data was analyzed through SPSS and the results were similar to other researches that had been made about similar subject and show that travellers tend to read online reviews prior to ...