Spegill samfélagsins: Hvernig dægurlagatextar geta endurspeglað samfélagið sem þeir spretta úr.

Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig dægurlagatextar geta enduspeglað tíðaranda ásamt ríkjandi viðhorfum og gildum samfélagsins sem þeir voru ortir í, gefnir út og/eða nuta vinsælda í. Lagatextarnir sem skoðaðir eru komu út á hljómplötum á árabilinu 1953-1964 en sumir þeirra voru þó ortir fyr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Sædís Harðardóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29503
Description
Summary:Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig dægurlagatextar geta enduspeglað tíðaranda ásamt ríkjandi viðhorfum og gildum samfélagsins sem þeir voru ortir í, gefnir út og/eða nuta vinsælda í. Lagatextarnir sem skoðaðir eru komu út á hljómplötum á árabilinu 1953-1964 en sumir þeirra voru þó ortir fyrr og endurspegla því það sem var ofarlega á baugi í íslensku þjóðlífi á þeim tíma, allt aftur til ársins 1940. Textahöfundarnir sóttu efnivið sinn til dæmis í hernámið, ástandið og viðbrögð samfélagsins við því ásamt togstreitunni sem ríkti milli sveitar og borgar vegna aukinna fólksflutninga úr dreifbýli í þéttbýli. Þannig getur sami lagatextinn endurspeglað tíðaranda og viðhorf samfélagsins á þeim tíma sem hann var saminn í, sem og á árunum þegar hann naut vinsælda. Til að að leita svara við spurningunni um hvort dægurlagatextar endurspegli samfélagið voru valdir fimm lagatextar; Gunna var í sinni sveit, Lóa litla á Brú, Selja litla, Söngur villiandarinnar og Það er draumur að vera með dáta. Innihald textanna er krufið sem og viðbrögð samfélagsins við þeim. Stuðst er við hugtök og kenningar úr þjóðfræði við rýnina en einnig eru sagnfræðilegar heimildir og rannsóknir nýttar til að styðja við og veita innsýn í tíðarandann og þannig stuðla að dýpri skilningi á innihaldi lagatextanna. Út frá þessari textarýni er ýmsum hugleiðingum velt upp, til dæmis hvers vegna þessir textar hafi notið vinsælda, verið umdeildir og/eða vakið hneykslan um miðja 20. öld og leitast er við að finna svör við því hvað í ríkjandi viðhorfum samfélagsins hafi orðið þess valdandi.