Alltaf sami Grallarinn? : Samantekt á efni allra 19 útgáfna Grallarans

Graduale: Ein almennileg messusöngsbók, eða „Grallarinn“ eins og bókin er oftast kölluð, var gefin út 19 sinnum á 17. og 18. öld. Grallarinn hefur að geyma tónlög og texta fyrir messusöng og tíðagjörð kirkjunnar eftir siðaskiptin. Efni hans tók þónokkrum breytingum frá fyrstu útgáfu (1594) til þeirr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín Þóra Pétursdóttir 1986-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29495
Description
Summary:Graduale: Ein almennileg messusöngsbók, eða „Grallarinn“ eins og bókin er oftast kölluð, var gefin út 19 sinnum á 17. og 18. öld. Grallarinn hefur að geyma tónlög og texta fyrir messusöng og tíðagjörð kirkjunnar eftir siðaskiptin. Efni hans tók þónokkrum breytingum frá fyrstu útgáfu (1594) til þeirrar síðustu (1779). Í þessari ritgerð eru lögð fram yfirlit yfir efni allra 19 útgáfna Grallarans, en þau eru þrjú talsins. Í því fyrsta er yfirlit yfir efni 1.-2. útgáfu, í öðru 2.-6. útgáfu og í því þriðja 6.-19. útgáfu. Í hverju yfirliti liggur ein útgáfa til grundvallar en allar breytingar frá einni útgáfu til annarrar eru skráðar út frá henni. Þannig má sjá að hve miklu leyti Grallarinn breytist á því tæplega 200 ára tímabili sem hann er gefinn út. Leitað er svara við því hversu viðamiklar breytingar verða, hvenær þær gerast og hvort hægt sé að líta á Grallarann sem sömu bókina þegar upp er staðið. Helstu tímamót í grallaraútgáfum verða við 2. og 6. útgáfu en einnig eru áberandi breytingar á 9., 11. og 12. útgáfu. Með 2. útgáfu er latínusöng gert hærra undir höfði en áður því nótur settar við flesta latínusöngva. Í 6. útgáfu eru latínusöngvar hins vegar felldir út nema á stórhátíðum og þar með einfaldast litúrgían. 6. útgáfa liggur til grundvallar öllum þeim sem á eftir koma. Í 9. útgáfu er latínusöngur endanlega úr sögunni og með 11. og 12. útgáfu bætast við nýir sálmar fyrir ýmis tilefni t.d. kvöld- og morgunsálmar. Með 12. útgáfu fær Grallarinn á sig endanlega mynd því að engar efnislegar breytingar verða í þeim sjö útgáfum sem á eftir koma.