Dale Carnegie námskeið fyrir stjórnendur. Skilar það mælanlegum áhrifum á upplifun þeirra af hæfni sinni

Rannsókn þessi er athugun á upplifun stjórnenda af eigin hæfni sem slíkum, fyrir og eftir að hafa farið á Dale Carnegie stjórnendanámskeið. Markmið rannsóknar var að kanna hvort leiðtogum fyndist þeir vera hæfari til þess að byggja upp betri sambönd, byggja upp traust, valddreifa og takast á við mis...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Teitur Herwig Syen 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29486
Description
Summary:Rannsókn þessi er athugun á upplifun stjórnenda af eigin hæfni sem slíkum, fyrir og eftir að hafa farið á Dale Carnegie stjórnendanámskeið. Markmið rannsóknar var að kanna hvort leiðtogum fyndist þeir vera hæfari til þess að byggja upp betri sambönd, byggja upp traust, valddreifa og takast á við mistök í hegðun eða frammistöðu starfsmanna eftir námskeiðið. Rannsóknin var megindleg og náði til 26 stjórnenda í íslenskum fyrirtækjum sem sóttu Dale Carnegie stjórnendanámskeið. Sami spurningarlisti var lagður fyrir nemendur fyrir fyrsta tíma og eftir seinasta tíma. Erfitt var að draga ályktanir um stærri hóp, þar sem þátttakendafjöldi var lítill. Lítill þátttakendafjöldi gaf þó aftur á móti svigrúm til víðtækara túlkana en ella. Helmingur þeirra sem tóku þátt í upphafi hætti á tímabilinu og endurtaka þyrfti rannsóknina nokkrum sinnum til þess að fá marktækar og réttmætar niðurstöður. Miðað við þau svör sem fengust eru helstu niðurstöður þær að ætla má að Dale Carnegie námskeið fyrir leiðtoga hafi í raun jákvæð áhrif á upplifun þeirra af eigin hæfni til þess að mynda sambönd og valddreifa verkefnum. Námskeiðið virðist hins vegar ekki hafa haft áhrif á hæfni leiðtoganna til að mynda traust við starfsmenn sína eða gert þá hæfari til þess að takast á við mistök starfsmanna í frammistöðu og hegðun.