Hverjum vantar kaffibaun? Rannsókn á breytileika í frumlagsfalli með sögnunum langa og vanta

Þágufallshneigð hefur mikið verið rannsökuð innan íslenskrar setningafræði. Ýmis tilbrigði geta komið fram í frumlagsfalli eins og þágufall í stað upprunalegs þolfalls með skynjandasögnum. Í þessari ritgerð voru rannsökuð tilbrigði innan þolfallssagnanna langa og vanta, til dæmis hvort málhafar segj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Berglind Svansdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29440
Description
Summary:Þágufallshneigð hefur mikið verið rannsökuð innan íslenskrar setningafræði. Ýmis tilbrigði geta komið fram í frumlagsfalli eins og þágufall í stað upprunalegs þolfalls með skynjandasögnum. Í þessari ritgerð voru rannsökuð tilbrigði innan þolfallssagnanna langa og vanta, til dæmis hvort málhafar segja mig (þf) vantar/langar eða mér (þgf) vantar/langar og hann (þf) vantar/langar eða honum (þgf) vantar/langar. Fyrri rannsóknir á þágufallshneigð hafa leitt í ljós að tilbrigðin koma ekki aðeins fram á milli málhafa heldur innan málnotkunar hjá sama málhafa, svokallaður innri breytileiki. Þá getur sami málhafi til dæmis sagt mig vantar með þolfallsfrumlagi í fyrstu persónu en breytt yfir í þágufallsfrumlag með þriðju persónu og sagt einhverjum vantar, svokallaður skilyrtur innri breytileiki. Annað áhugavert er það að sami málhafi getur einnig verið með tilbrigði innan sömu persónu og til að mynda bæði sagt mig langar og mér langar. Fyrri rannsóknir eru að miklu leyti byggðar á skriflegum eyðufyllingum og dómaprófum en heldur færri rannsóknir byggðar á upptökum á sjálfsprottnu tali. Markmið þessarar rannsóknar var að ná fram dæmum um þágufallshneigð í venjulegu talmáli með tilliti til innri breytileika með þolfallssögnunum langa og vanta. Rannsóknin fólst í því að láta þátttakendur spila borðspil sem snýst um viðskipti og ná með því notkun á sögnunum langa og vanta í talmáli. Þessi aðferðafræði skilaði 306 dæmum með sögnunum langa og vanta á tæpum 15 klukkustundum sem þýðir að dæmi með þolfallssögnunum komu að meðaltali á þriggja mínútna fresti. Þessi aðferðafræði skilaði einnig mörgum dæmum í annarri persónu, eða 38,6% af öllum dæmunum en lítið er fjallað um aðra persónu í fyrri rannsóknum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á tölfræðilega marktækan mun á þágufallshneigð á milli fyrstu og þriðju persónu og jafnframt á milli fyrstu og annarrar persónu. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að mikill breytileiki er í frumlagsfalli með sögnunum langa og vanta og er meirihluti þátttakenda með einhvers konar innri ...