Próffræðileg athugun á VISA og starfstengd sjálfsmynd íslenskra ungmenna

Markmið þessarar rannsóknar var að þýða og meta próffræðilega eiginleika mælitækis Porfelis og félaga (2011) sem metur stöðu starfstengdrar sjálfsmyndar (e. vocational identity status assessment, VISA). Mælitækið er samsett úr 30 atriðum sem eiga að endurspegla þrjár sjálfstæðar og óháðar meginvíddi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Laufey Kristjánsdóttir 1973-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29426
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að þýða og meta próffræðilega eiginleika mælitækis Porfelis og félaga (2011) sem metur stöðu starfstengdrar sjálfsmyndar (e. vocational identity status assessment, VISA). Mælitækið er samsett úr 30 atriðum sem eiga að endurspegla þrjár sjálfstæðar og óháðar meginvíddir, skuldbindingu, könnun og enduskoðun sem hverri um sig er skipt í tvo undirkvarða. VISA samanstendur af sex kvörðum. Atriðin voru þýdd og lögð fyrir 195 útskriftarnema úr fjórum framhaldsskólum. Við réttmætisathuganirnar var fyrst gerð leitandi þáttagreining til að sjá hvort atriðin mynduðu þrjár víddir eins og kenningarlegi grunnurinn gerir ráð fyrir. Síðan voru gæði undirkvarðanna sex metin með atriða- og áreiðanleikagreiningu. Að lokum voru gerðar tvær klasagreiningar fyrst leitandi til að kanna hvort atriðin féllu að kenningarlega grunninum og síðan staðfestandi byggð á niðurstöðum erlendra rannsókna til að skipa þátttakendum í sex starfsmyndarstöður sem VISA er þróað til að meta. Niðurstöður sýndu ekki nákvæmlega sömu eiginleika og hið upprunalega mælitæki. Atriðin féllu eins og búist var við að öllum kvörðum nema á endurskoðun. Þau atriði, sem hönnuð voru til að mæla sveigjanleika, hlóðust með skuldbindingaaratriðum. Þess vegna komu fram tvær skýrar meginvíddir, skuldbinding til starfsferils og könnun en ekki þrjár. Klasagreiningarnar tvær gáfu til kynna að starfstengd sjálfsmyndastaða íslenskra framhaldsskólanema er að flestu leyti sambærileg fyrri rannsóknum sem hafa verið gerðar með svipuðu sniði í Bandaríkjunum (2011) og í Frakklandi (2017). The aim of this study was to translate and test the psychometric quality of the vocational identity status assessment (VISA) which was developed by Porfeli, et al., (2011). The VISA is composed of 30 items that reflect three independent dimensions of vocational identity e.g. commitment, career reconsider, exploration each of which is reflected by two scales. Visa consists of six separate scales. The items were translated into Icelandic and administered to a sample of ...