„Tungumálið skiptir öllu, milljón prósent sko“ Innflytjendur í Norðurþingi og upplifun þeirra af viðmóti samfélagsins

Í sveitarfélaginu Norðurþingi hafa aldrei verið búsettir fleiri innflytjendur en um þessar mundir. Þessi rannsókn er innlegg í þá fræðilega umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við fólksflutninga á Íslandi og snýr að stöðu innflytjenda í Norðurþingi. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og vi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Björg Aðalgeirsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29330
Description
Summary:Í sveitarfélaginu Norðurþingi hafa aldrei verið búsettir fleiri innflytjendur en um þessar mundir. Þessi rannsókn er innlegg í þá fræðilega umræðu sem hefur átt sér stað í tengslum við fólksflutninga á Íslandi og snýr að stöðu innflytjenda í Norðurþingi. Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn og viðmælendur hennar eru fyrstu kynslóðar innflytjendur sem hafa búið lengur en þrjú ár í sveitarfélaginu. Áhersla var lögð á að skoða upplifun þeirra af aðlögun að samfélaginu.Rætt var um móttöku frá helstu stofnunum samfélagsins og íbúum þess ásamt upplýsingagjöf og þjónustu við nýja íbúa. Tækifæri til þátttöku í félags- og atvinnulífi voru viðmælendum hugleikin og má tengja það við kenningar um mikilvægi gerendahæfni einstaklinga. Gagnrýni viðmælenda beindist að upplýsingagjöf sveitarfélagsins og íslenskukennslu, bæði gæðum og framboði námsins, en viðmælendur töldu almennt að íslenskukunnátta væri lykilatriði til þátttöku í samfélaginu. Munur var á upplifun einstaklinga eftir uppruna sem kallast á við fræðikenningar um afmarkanir þjóðríkja sem viðhalda hugmyndum um ólíka þjóðernishópa. Viðmælendur voru allir sammála um að upprunaland hefði áhrif á móttökur frá samfélaginu. A record number of immigrants lived in Norðurþing, a municipality in northern Iceland, in 2017. This Masters’ thesis seeks to engage academically in the ongoing discussion — taking place in Norðurþing as well as nation-wide — about immigration in Iceland. The research is qualitative and was carried out by interviewing a sample of current immigrants in the Norðurþing community. All had lived in the area for three years or more. The questioner focused on their experience seeking information or public service together with the general attitude met from locals. Opportunities to be involved in the community and the labor force were important to interviewees, aligning with theories on agency. Overall, interviewees had grievances about the lack of public information made available to new residents and the introductory Icelandic language classes offered ...