Stefnumótun í atvinnumálum fatlaðs fólks: Greining út frá kenningum um tengslanet í opinberri stjórnsýslu

Markmið þessarar rannsóknar er að greina það fyrirkomulag sem er til staðar við stefnumótun í atvinnumálum fatlaðs fólks. Notast er við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd þessarar rannsóknar og byggir rannsóknin á viðtölum við einstaklinga sem komið hafa að stefnumótun í atvinnumálum fatlaðs...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Styrmir Erlingsson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29322
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að greina það fyrirkomulag sem er til staðar við stefnumótun í atvinnumálum fatlaðs fólks. Notast er við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd þessarar rannsóknar og byggir rannsóknin á viðtölum við einstaklinga sem komið hafa að stefnumótun í atvinnumálum fatlaðs fólks. Notast er við kenningar Klijn og Koppenjan um tengslanet í opinberri stjórnsýslu (e. governance networks) við greiningu á viðfangsefninu. Meginniðurstaða rannsóknarinnar er að stefnumótun í atvinnumálum fatlaðs fólks á sér stað innan tengslanets í opinberri stjórnsýslu sem skipað er aðilum frá opinbera og þriðja geiranum. Greining á tengslanetinu gefur til kynna að aðilar innan þess hafi ólíkan skilning á þeim vandamálum sem eru til staðar innan tengslanetsins. Jafnframt bendir greiningin til þess að skortur sé á samstarfsvilja meðal aðila og að stýringu (e. governance) innan tengslanetsins sé ábótavant. Þessir þættir gætu útskýrt hvers vegna breytingar er varða stefnumótun í atvinnumálum fatlaðs fólks hafa tekið langan tíma á Íslandi. The main goal of this research is to analyse the system that employment policies for disabled people in Iceland are made within. This is a qualitative study based on interviews with individuals that have taken part in the making of employment policies for disabled people. The analysis is based on the theories of Klijn and Koppenjan on governance networks. The main finding of the research is that the making of employment policies for disabled people in Iceland takes place within a governance network that has actors from both the public sector and the non-profit sector. An analysis of the network indicates that actors within the network have different perception when it comes to problems relating to employment policies for disabled people. It indicates furthermore that actors within the network lack a will to cooperate and that governance is not aimed at finding solutions that all actors can agree on. This could explain the slow progress in the making of employment policies for ...