Fjárfestingar verðbréfa- og fjárfestingarsjóða fyrir og eftir efnahagshrun. Hafði efnahagshrunið áhrif á eignasamsetningu skuldabréfasjóða?

Efnahagshrunið haustið 2008 hafði áhrif á velflesta á Íslandi, einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. Fjármálastofnanir urðu gjaldþrota, sem og önnur fyrirtæki og einstaklingar. Efnahagshrunið hafði meðal annars áhrif á rekstur sjóða á Íslandi en 25 verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum var lokað frá miðju á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Klara Hrönn Sigurðardóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29314
Description
Summary:Efnahagshrunið haustið 2008 hafði áhrif á velflesta á Íslandi, einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. Fjármálastofnanir urðu gjaldþrota, sem og önnur fyrirtæki og einstaklingar. Efnahagshrunið hafði meðal annars áhrif á rekstur sjóða á Íslandi en 25 verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum var lokað frá miðju ári 2008 fram á mitt ár 2009. Í ritgerðinni er rannsakað hvort og þá hvaða áhrif efnahagshrunið hafði á eignasamsetningu skuldabréfasjóða á Íslandi. Í því skyni var framkvæmd rannsókn á gögnum um eignasamsetningu sjóðanna, um framboð á skuldabréfum og víxlum og um veltu í viðskiptum með skuldabréf og víxla. Til að kanna framboð á skuldabréfum og víxlum fyrir árin 2005 til 2016 voru öll útgefin ISIN-númer á tímabilinu skoðuð og leitað að útgáfulýsingum vegna þeirra bréfa. Gögnin sýna að framboð af skuldabréfum og víxlum útgefnum af hinu opinbera eykst mikið eftir efnahagshrun og er mun meira en framboð í öðrum flokkum, fer úr 232 ma. kr. árið 2008 í 614 ma. kr. árið 2009. Gögnin sýna einnig að framboð af skuldabréfum og víxlum útgefnum af fjármálafyrirtækjum og öðrum fyrirtækjum minnkar verulega við hrunið. Útgáfa skuldabréfa og víxla fjármálafyrirtækja fer úr 150 ma. kr. árið 2008 í 1 ma. kr. árið 2009, og útgáfa skuldabréfa og víxla annarra fyrirtækja fer úr 34 ma. kr. árið 2008 í 28 ma. kr. árið 2009 og niður í 1 ma. kr. árið 2011. Einnig var notast við gögn frá Nasdaq OMX Nordic Iceland fyrir sama tímabil sem geyma upplýsingar um nýjar útgáfur og breytingar á eldri útgáfum, til að kanna framboðið. Gögnin staðfesta aukningu í útgáfu hins opinbera og samdrátt í útgáfu fjármálafyrirtækja og annarra fyrirtækja. Veltutölur frá kauphöll sýna einnig að velta með skuldabréf og víxla útgefna af atvinnufyrirtækjum fer úr 28 ma. kr. árið 2007 í 3 ma. kr. 2010, og velta með skuldabréf og víxla útgefna af fjármálafyrirtækjum fer úr 98 ma. kr. árið 2008 í 2 ma. kr. árið 2009. Þessar niðurstöður gefa til kynna að eignasamsetning skuldabréfasjóða ætti að hafa breyst vegna breytinga á framboði skuldabréfa og víxla. Til að kanna ...