Andleg líðan og skuldbinding framhaldsskólanema í tengslum við brotthvarf frá námi

Könnuð var andleg líðan og skuldbinding framhaldsskólanema í tengslum við brotthvarf frá námi. Notast var við gögn úr langtímarannsókninni Námsframvinda nemenda og skilvirkni framhaldsskóla, en gagnasöfnun fyrir rannsóknina fór fram árið 2007. Rannsóknin náði til allra framhaldsskóla landsins en þes...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísa Þorsteinsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29312
Description
Summary:Könnuð var andleg líðan og skuldbinding framhaldsskólanema í tengslum við brotthvarf frá námi. Notast var við gögn úr langtímarannsókninni Námsframvinda nemenda og skilvirkni framhaldsskóla, en gagnasöfnun fyrir rannsóknina fór fram árið 2007. Rannsóknin náði til allra framhaldsskóla landsins en þessi rannsókn notaðist við svör 1803 ungmenna á aldrinum 16-17 ára. Upplýsingar um námsstöðu þátttakenda voru fengnar frá Hagstofu Íslands með því að kanna hvort ungmennin hefðu útskrifast úr framhaldsskóla eða ekki við 22 og 23 ára aldur, hún var því metin sex árum eftir að spurningakönnunin fór fram. Notast var við aðhvarfsgreiningu hlutfalls (logistic regression) til þess að meta forspá andlegrar líðan og skuldbindingar nemenda um námsstöðu við 22 og 23 ára aldur. Tekið var tillit til kyns og aldurs ungmennanna, ásamt fyrri námsárangurs og menntunar foreldra. Niðurstöður sýndu að andleg líðan og tilfinningaleg og hegðunarleg skuldbinding 16 og 17 ára ungmenna spáði fyrir um námsstöðu þeirra sex árum síðar. Að auki sýndu niðurstöður að með teknu tilliti til bakgrunnsbreyta og fyrri námsárangurs spáðu bæði andleg líðan og hegðunarleg skuldbinding fyrir um brotthvarf nemenda. Þessar niðurstöður koma til með að nýtast því fagfólki sem starfar innan skólakerfisins, þar á meðal náms- og starfsráðgjöfum, en þær ýta undir mikilvægi þess að bera kennsl á helstu áhættuþætti brotthvarfs og að stuðla að bættri andlegri líðan framhaldsskólanemenda. Secondary school students‘ mental health and engagement was explored in relation to school dropout. Data from the longitudinal study Student educational progress and school effectiveness, was used in the study, data was conducted in 2007. The study was conducted in all secondary schools in Iceland, however, this study used answers from 1803 adolescents age 16 and 17 years old. Information regarding school dropout was provided by Statistics Iceland who gave information about whether or not the adolescents had completed upper secondary education by the age of 22 and 23. This ...