Starfsmannavelta og starfsánægja. Staðan í leikskólum Garðabæjar

Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á starfsmannaveltu og skoða fjarveru starfsmanna í leikskólum Garðabæjar. Einnig að kanna upplifun leikskólastjóra af starfsmannaveltu og hvaða aðferðir og leiðir þeir beittu gagnvart starfsmannaveltu. Í ritgerðinni er gengið út frá skilgreiningu Newstorm o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eygló Hallgrímsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29294
Description
Summary:Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á starfsmannaveltu og skoða fjarveru starfsmanna í leikskólum Garðabæjar. Einnig að kanna upplifun leikskólastjóra af starfsmannaveltu og hvaða aðferðir og leiðir þeir beittu gagnvart starfsmannaveltu. Í ritgerðinni er gengið út frá skilgreiningu Newstorm og Davis frá árinu 1993 um starfsmannaveltu, þeir skilgreina hana sem hlutfall allra starfsmanna sem hætta störfum hjá fyrirtæki sem þeir starfa hjá, hvort sem þeir segja sjálfir upp eða er sagt upp störfum. Samkvæmt vinnusálfræði er ýmislegt bæði jákvætt og neikvætt talið hafa áhrif á starfsmannaveltu, bæði hjá fyrirtæki sem og hjá starfsmanninum. Ánægðir starfsmenn eru t.a.m. taldir ólíklegri til þess að leita sér að nýju starfi heldur en starfsmenn sem eru óánægðir. Þeir eru líklegir til þess að standa sig verr í vinnu, t.d. með því að draga úr vinnuframlagi, mæta verr í vinnuna heldur en ánægðir starfsmenn. Í rannsókninni var beitt blönduðum rannsóknaraðferðum. Töluleg gögn frá bæjaryfirvöldum voru skoðuð og tekin viðtöl við fjóra leikskólastjóra til að fá fram frekari upplýsingar frá þeim. Helstu niðurstöður benda til nokkurrar starfsmannaveltu sem birtist einna helst í því að ungt fólk á aldrinum 16-26 ára kemur til starfa í leikskólum í stuttan tíma. Aðrir þættir sem virðast hafa áhrif eru álag og lág laun ófaglærðra. Viðmælendurnir virðast allir vera meðvitaðir um gildi starfsánægju og að viðhalda henni. Þeir beita fjölbreyttum leiðum til þess, sem er mikilvægt samkvæmt fræðunum, því það er m.a. talið draga úr starfsmannaveltu. Ekki er hægt að tengja starfsmannaveltu leikskólanna við eina ástæðu heldur eru margir þættir sem hafa áhrif, s.s. laun, álag, aldur starfsmanna, vinnuumhverfi o.fl. Æskilegt er að sveitarfélög bregðast við vandanum. The aim of the study is to highlight employee turnover and view the absence of kindergarten employees in Garðabær. Also explore the perception of the kindergarten principals of staff turnover and what methods and ways they apply to employee turnover. This essay is based on ...