Orðaleitir í íslensku sem öðru máli. Um neitun tilgátna í orðaleitum.

Í þessari ritgerð var með gagnadrifinni rannsóknaraðferðinni samtalsgreiningu (e. Conversation Analysis, CA) skoðuð máltileinkun nokkurra Dana með íslensku að öðru máli. Í gögnunum fannst fyrirbæri sem hefur ekki verið rannsakað hingað til eftir því sem ég veit best. Þessu fyrirbæri má lýsa þannig:...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Madslund, Asta Loa My, 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2017
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29288
Description
Summary:Í þessari ritgerð var með gagnadrifinni rannsóknaraðferðinni samtalsgreiningu (e. Conversation Analysis, CA) skoðuð máltileinkun nokkurra Dana með íslensku að öðru máli. Í gögnunum fannst fyrirbæri sem hefur ekki verið rannsakað hingað til eftir því sem ég veit best. Þessu fyrirbæri má lýsa þannig: Í fyrstu lotu kemur fram orðaleit sem sami málhafi svarar í næstu lotu með því að koma með tilgátu. Á eftir tilgátunni er stutt þögn og svo nei. Aðalviðfangsefni þessarar rigerðar varð þannig þessi formgerð tilgáta > þögn > nei, og skoðað var í því samhengi viðbrögð viðmælanda, hlutverk neituninnar, ástæða mælanda til þess að nota þessa formgerð og hvort þessi formgerð sé bundin við annað mál. Í ljós kom að viðmælendur tóku yfirleitt ekki þátt í orðaleitinni eftir framkomu þessarar formgerðar, sem gæti bent til þess að engin ástæða var til þess að viðmælendur tæku þátt. Enn frekar gæti þetta bent til þess að þessi formgerð gegni því hlutverki að bjarga andliti (e. saving face) mælandans. Þar að auki kom í ljós að móðurmálshafi notaði formgerðina í gögnunum og þetta bendir þess vegna til þess að hún sé ekki bundin við annað mál. Hins vegar er þörf fyrir að rannsaka fleiri málhafa, annarsmálshafa ásamt móðurmálshafa til að staðfesta það