Sparnaður og sparnaðarleiðir á Íslandi: Samantekt á sparnaðarreikningum þriggja banka

Hefðbundin innlán eru algengt sparnaðarform og bjóða þrír stærstu viðskiptabankarnir í dag upp á fjölmarga sparnaðarreikninga eða samtals 29. Sparnaðarreikningar geta verið margbreytilegir og er þeim skipt niður eftir því hvort þeir eru verðtryggðir eða óverðtryggðir, hver binditími þeirra er og hvo...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrafnhild Eir R. Hermóðsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/29283
Description
Summary:Hefðbundin innlán eru algengt sparnaðarform og bjóða þrír stærstu viðskiptabankarnir í dag upp á fjölmarga sparnaðarreikninga eða samtals 29. Sparnaðarreikningar geta verið margbreytilegir og er þeim skipt niður eftir því hvort þeir eru verðtryggðir eða óverðtryggðir, hver binditími þeirra er og hvort krafist er lágmarksfjárhæðar. Vegna þess hve mikið úrval er til af sparnaðarreikningum er tilgangur verkefnisins að draga saman helstu sparnaðarreikninga sem standa heimilum til boða í dag hjá þremur stærstu viðskiptabönkum á Íslandi og bera saman ávöxtun og binditíma. Samanburðurinn leiddi í ljós að boðið er upp á mjög sambærilega reikninga í dag hjá þessum þrem bönkum. Bankarnir bjóða allir upp á þrjá verðtryggða reikninga, einn almennan verðtryggðan reikning og tvo reikninga sem eru sérsniðnir að ákveðnum sparnaði þ.e. framtíðarreikningur og húsnæðissparnaðarreikningur. Einnig bjóða bankarnir upp á fimm óverðtryggða reikninga hver. Boðið er upp á tvo reikninga þar sem ávöxtun er stigvaxandi eftir upphæð innstæðu, reikning sem er bundinn og krefst lágmarksinnstæðu, reikning sem er sérsniðinn að eldri borgurum og reikning sem er sérsniðinn að húsnæðissparnaði. Einnig bjóða Arion banki og Landsbanki upp á einn óverðtryggðan reikning til viðbótar sem er sérsniðinn að regluglegum sparnaði. Munur var á vaxtakjörum á milli bankanna en sá munur var hverfandi. Einnig kom fyrir að munur var á binditíma sams konar reikninga á milli bankanna, þá helst á óverðtryggðum reikningum. Bankarnir buðu að einhverju leyti upp á sama binditímann en þó í bland við ólíka valmöguleika. Auk þess fylgdust vaxtakjör og binditími ekki alltaf að.